19.4.06

Til ungdómsins eftir Músífölsk

Árið 2005 ákváðu þeir Jón Örn Loðmfjörð og Sölvi Úlfsson að láta ekki vankunnáttu stöðva sig í tónlistarsköpun. Þeir stofnuðu hljómsveit sem hlaut nafnið Músífölsk. Slagorð sveitarinnar varð „Tónlist, afsakið orðbragðið!". Stuttu seinna gekk raftónlistarmaðurinn Lime, öðru nafni Emil Hjörvar Petersen, í hljómsveitina. Hófu þremenningarnir að skapa tón- og hljóðverk úr öllum þeim fyrirbærum sem hendi voru næst; allt frá dagblöðum, glerflöskum, didgeridoo, klarinetti, kínverskri fiðlu upp í hljóðgervla og tölvur.

Meðlimir Músífalskrar höfðu þó áhuga á fleiru en tónlistarsköpun. Emil hafði til dæmis gaman af því að sýna meðlimum hljómsveitarinnar ljóð sín. Jón öfundaði hann af hæfileikum hans á því sviðið en gat ekki með nokkru móti keppt við hann. Það var þá sem Jón skrifaði tölvuforritið Dadda. Daddi vinnur úr textaskjölum og býr til úr þeim nýja texta sem án efa eru ljóð.

Ljóðið „Til ungdómsins" sameinar áhuga sveitarinnar á furðulegum hljóðum og textabrenglun - þar sem ,,hlutir" einsog bassaklarinett, appelsínflöskur, Nietzsche og Kierkegaard sameinast. Smellið hér til að hlusta á ljóðið (hægrismellið og veljið 'save target as' til að vista).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page