10.5.06

Er goðsögnin stærri en ljóðið?

Í mars síðastliðnum kom út greinasafnið The Poem That Changed America : "Howl" Fifty Years Later. Bókin hefur að geyma greinar um hið magnaða ljóð Howl eftir Allen Ginsberg. Bókin kom út í tilefni af því að í ár eru fimmtíu ár liðin frá því Howl kom út hjá City Lights útgáfunni í San Francisco. Í síðustu viku birtist athyglisverð grein í Boston Globe vegna útkomu þessarar nýju bókar um Howl. Höfundur greinarinnar er David Barber, ritstjóri ljóðasíðna tímaritsins The Atlantic. Í greininni veltir Barber þeirri spurningu upp hvort goðsögnin um Howl sé stærri en ljóðið sjálft og hvort skilaboð ljóðsins hafi staðist tímans tönn betur en ljóðformið sjálft. Kynnið ykkur málið hér.


Fleiri tenglar:

Grein í The Village Voice um The Poem That Changed America og bókina Sketches
Grein í The New York Times um The Poem That Changed America
"Fáein orð um Allen Ginsberg og leitin að beat" eftir Eirík Örn Norðdahl

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page