14.4.06

Ljóð úr Roða e. Ófeig Sigurðsson

II

Enn erum við daufir
nemar upplýstrar villu
troðandi marvaða
innan hunsaðra marka
dýpkandi spor í eðjuna
í þróun & gáttin
út í heiminn
auga líkamans
meðan allt annað sefur
& bíður.Allt svo auðvelt
elskulega alhæfing
bjartsýnin lifir
& lifir af
allar sínar flækjur
ríkulegar af
skæru hlýju ljósi.

Svo undurblíð & fersk
hverja andrá
& yndislega aldrei yfirstigin
í ójöfnum leik ofbeldis
frjóum öllum eindum
frá hinsta kjarna
til endimarka alheimsins.

Sundurtætt svo ógreinileg
einum nema
sú sífellda endurtekning
svo spánný alltaf
þokast með slokknandi stjörnum
í átt að uppruna sínum.

Fjarlægðin skiptir engu
þrátt fyrir raun & reynd
aðeins skyndaufir heiglar svartsýnast
í þessari björtu blindu
grotna niður skjálfandi
þola sjálfa sig illa
& heiminn allan.

Ófeigur Sigurðsson

Ljóðið hér að ofan er fengið úr glænýrri ljóðabók Ófeigs, Roði. Bókin er úr seríu Nýhils, Norrænar bókmenntir, og fæst í öllum helstu bókabúðum, m.a. í Ljóðabókaverzlun Nýhils í Kjörgarði. Þá má kaupa bókina, eða áskrift að seríunni, með því að senda póst á nyhil@nyhil.org. Frekar má fræðast um bókina á Nýhil-vefnum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page