1.4.06

Nokkuð sönn saga e. Bob Hansson

.............................................. [SOUNDTRACK ONE]

Langar lappir, mjúk húð
hár.

Barn á bóndabæ leikur sér,
þokar sér nær.
Klettagórillan með krosslagða útlimi,
steinhissa, veit ekki,
veit ekki – útrýmingarógnuð

..................................... /óróleg ...

Barnavagnsrúnturinn, ástríðan
í fjórlita umbúðum, líttu
ekki burt, líttu beint inn í
myndavélina og –
lifðu! Útlimir ...

.............................................. this is a Mobile World

Jafnvel jörðin
er vandamál því dýpra
sem fjarstýringin ristir, við vitum
hvar við höfum hvert annað,
á einhverjum öðrum stað. Einfalt.

Sláðu inn númer, hvað sem er
komdu fram, soldið nær, soldið, við
erum ekki hrædd, erum
ekki, líttu
beint inn í myndavélina.
Dyrakóðar, stefnumótið, bílastæðahús.

Já.

........................þrá þín
virtu..................næsti
........................draumur þinn, taktu
það sem þú getur alvarlega, flissaðu að og
skríddu inn, langar lappir, mjúk húð
hár. Rás fimmtán, hér er
veröld þín.


– Auuhgun ...
Hún snerti húð mína.
Ég snerti hana ekki á móti,
ég sagði þetta þetta er MÍN HÚÐ!
– hún sökk eins og steinn.

„Ljóðin hans eru of einföld
vanrækir ljóðrænuna, þrengir.“

Skúrinn er úr ryðfríu stáli
standa í röðum með stórum gloppum
hvítar tennur, risaeðlur, risalerðlur.
Þrá.

...............................................this is a Mobile World

Ég fæddist í einu húsi þar sem sjónvarpið var í gangi,
dó í öðru,
ég skrifaði líf mitt í barnavagni
ég klöngraðist inn í skólastofu, söng.
Þetta er til heiðurs sársaukanum.
Kókó-kókó.

Þau
töluðu um einhvern stað, bentu á ljós,
það eina sem ég sá var gluggi
erfitt að troða sér í gegnum glugga.
Dyrnar eru fallegar.
Hinir spjölluðu saman.
Kókó-kókó.

„Ahh ...“


Virtu legstein þinn, hann
andar kannski.
Grænt ljós.

þú átt flotta harmonikku
þú ert með fallegt andlit
konan þín tekur smá bensín
bíllinn þinn er skemmtileg týpa
húsið þitt hefur praktíska
legu á löppum þínum er svo lítið af
hárum en ilm þinn skortir
....................................rytma, baby ...
Aftur......– Við skulum
rísa!
vélarnar eru vinátta.

já.

hjarta mitt bráðnar.II.................................................[PART TWO]

............við lifum.

leggjum bílnum rétt fyrir utan
klifrum út klifrum inn byrjum að gráta.
Guð afsakar
drauginn tekur af sér grímuna
hreyfir sig undir gervitunglunum
– eins og venjulegur maður.

............við lifum.

Á atvinnumiðlun vilja tölvurnar rétta fram hjálparhönd.
Það er ekkert skrýtið við að hjálpa til
okkur skortir ekki neitt. Vatn.

Í fyrsta skipti kitlaði
ástin í maga hennar,
ef þetta er hálfvitaskapur,
vill hún aldrei láta sér batna.
43 hvítlaukshylki, ath
áhrif hvítlauks á óléttu eru enn óþekkt,
galdrarnir lifa.

við lifum

Við leggjum veg
við keyrum á honum
umhverfisvænt snakk, enn aðeins 3 bragðtegundir
en við erum að vinna í því.

Við stillum klukkuna á sjö
fleygjum henni svo út í gegnum rúðuna
lítil frelsisaugnablik
svona er stórt, svona er MTV, svona lagað
selur.
Svona hljómar sér yfir miðborgina. Við
erum enn frjáls,
við getum keypt okkur, við höfum öll lesið
um jesús, það
er enn von.

Teygjustökk, leikskólaraðir, hipp hopp.

Hver Valdi Allt Þetta?

Púður.NOKKUÐ SÖNN SAGA
.............................................[SOUNDTRACK TWO]

Við lifum ekki af brauðinu einu saman.
Sekt.

Og við
þurfum engar afsakanir.

Við erum þær.EVRÓPA
.............................................[SOUNDTRACK THREE]

þetta er ferðalag

í gegnum öskuna glimmerið & hinn
fagra draum
hin ótæmandi lukka stimpluð þar

sem gamalt, regnfallið smink,


pabbi.


Stjörnurnar fagrar svo glansandi
að þrír menn í hring stúta
einum réttsisona tveimur vínflöskum bara
til að eiga séns á að falla frá
þeim draumi þar sem ekki einu sinni
tískubúð hverfisins er í seilingarfjarlægð.

Stjörnurnar sáu marga að,
tjo/chim.

Þetta snýst um tötralegu
manneskjurnar sem hlaupa um allt
leita að einhverju til að stinga í munninn
– þetta snýst ekki um
ástina

hún er ekki rétta hverfið fyrir slíkt klink.meðvitundarlaust hungur,
óskírt af öllu nema rúskinnsbláu
þjónustuvopni, hringl

skin

óumræddur skítur undir
gluggaskiltapappírnum, undir
niðurrifinni auglýsingu þar sem maður býr.

ef maður vill.og bara einu svæði fjær
stúlkan með framtíðina, falleg
....hún sem ég & þú elskum, viljum
....barna, munum
...............................................barna ..

....hvað er þetta sem rís úr leðjunni
....fyrir utan gluggann,
........................kemur í þessa átt
– pabbi
...af hverju hafa þeir rifið fánann
.......þennan fína í bita, allar
.....stjörnurnar, þær voru jú svo fallegar –
.......af hverju hlærðu ekki
lengur
.....hver er það sem togar í löppina á þér, pabbi,
.........það Fnykar
....................hvaðan
............við ætluðum jú að ..
............................... ekki svona, pabbi,
......stjörnurnar,
............voru fallegar, ekki svona, þær eiga að leggjast
............ í kringum hálsinn á þér PABBI ...
........ þær þrengja jú
.............................að!

Og fallegu orðin ...


... eru áfram bara orð


Bob Hansson

Þýðing: Davíð A. Stefánsson

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page