6.5.06

2 ljóð eftir Ingunni Snædal

silungsveiði á Íslandi

Skýin strjúka svarta mela
hvítum mjúkum lófa
bera upp að vanga sér
dökka og hrjúfa húð landsins

bleik fjöll og blátt gras

ég hlusta á vatnið skvaldra

í ljósum himnavötnum
svamlar stöku ský
líttu á
grænir bakkar árinnar
rísla við vatnið

blæs í eyra mér
ofurlétt
togar í hárið
og bláar örvar á vatninu
benda allar á mig
í appelsínugulu vestiXVII

Ég er andskotans alltaf
að hugsa um þig
vildi að ég væri
viss og örugg
gæti hvílt í þeirri tilfinningu
eins og hengirúmi
örugg og glöð

ég er mjög glöð í hengirúmum


Ingunn Snædal

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page