4.5.06

Hinar myrkari hliðar

Það er ekki bara Nýhil sem hefur áhuga á ömurlegri ljóðlist, víða um veröld alla hafa menn sett saman svo hroðbjóðslegar ambögur að ástæða hefur þótt til að vekja sérstaklega á þeim athygli. Það hefur svo auðvitað verið misjafnt hversu viljandi ljóðin voru ömurleg. Á heimasíðu Seamus Cooney má meðal annars finna samansafn af mörgum verstu ljóðum sem skrifuð hafa verið í gegnum tíðina, og þar með talin fáein ljóð eftir William McGonagall, sem þykir einhver mestur bögubósi sem uppi hefur verið en hann orti hryðjuverk sín á seinni hluta 19. aldar. Þá má líka finna ömurleg ljóð eftir góð skáld á borð við Wordsworth og Coleridge.

Ef það skildi svo vefjast fyrir einhverjum hvernig maður setur saman ömurlegt ljóð má finna nokkrar góðar ráðleggingar á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er einnig ástæða til að benda á síðuna Professor Roy and the Amazingly Bad Poetry Journal, þar sem lesa má vond ljóð og dóma um þau.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page