12.5.06

Ljóð unga fólksins

Snærós Sindradóttir úr Reykjavík og Ína Sigrún Rúnarsdóttir frá Akranesi hlutu fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppninni Ljóð unga fólksins sem almenningsbókasöfn landsins stóðu að á vormánuðum. Þöll, samstarfshópur um barna- og unglingastarf á bókasöfnum, stendur að keppninni og er þetta í fimmta sinn sem hún er haldin. Að þessu sinni voru þátttökusöfnin 21 að tölu, víðs vegar um landið. Mikill fjöldi ljóða barst í keppnina en eftir grisjun í bókasöfnunum fóru um 450 ljóð áfram til dómnefndar. Þátttakendum var skipt í tvo aldurshópa, 9-12 ára og 13-16 ára.
Verðlaunahafar:

9-12 ára
Fyrsta sæti: Ína Sigrún Rúnarsdóttir, 12 ára, Akranesi fyrir ljóðið “Pabbi”
Annað sæti: Solveig Óskarsdóttir, 12 ára, Kópavogi fyrir ljóðið “Vorkoma”
Þriðja sæti: Skúli Geir Ólafsson, 11 ára, Selfossi fyrir ljóðið “Lestur”

13-16 ára
Fyrsta sæti: Snærós Sindradóttir, 14 ára, Reykjavík fyrir ljóðið “Blekking”
Annað sæti: Aldís Buzgó, 14 ára, Mosfellsbæ fyrir ljóðið “Ævintýri”
Þriðja sæti: Bylgja Ösp Pedersen, 13 ára, Akranesi fyrir ljóðið “Unglingur”


Þess má geta að Snærós Sindradóttir, sigurvegari í eldri flokki, sigraði einnig í yngri flokki árið 2003. Á vef Borgarbókasafnsins má lesa sigurljóð hennar bæði þessi ár.

Dómnefndin var skipuð Iðunni Steinsdóttur rithöfundi, Stefáni Mána rithöfundi og Kristjáni Kristjánssyni rithöfundi og bókaútgefanda. Ljóðakver verður gefið út með vinningsljóðunum ásamt úrvali ljóða úr samkeppninni en í bókinni verða um 65 ljóð. Það voru almenningsbókasöfn á Vesturlandi sem sáu um keppnina að þessu sinni fyrir hönd Þallar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page