27.5.06

Lórelei e. Heinrich Heine

Ég veit ekki' af hvers konar völdum
svo viknandi dapur ég er.
Ein saga frá umliðnum öldum
fer ei úr huga mér.

Það húmar og hljóðlega rennur
í hægðum straumlygn Rín.
Hinn ljósgullni bjagtindur brennur,
þar blíðust kvöldsól skín.

Þar efst situr ungmey á gnúpi,
með andlit töfrandi frítt,
og greiðir, í glitklæðahjúpi,
sitt gullhár, furðu sítt.

Með gullkambi' hún kembir sér lengi
og kveður undrabrag.
Svo voldugt að við stenst engi
er vífsins töfralag.

Heinrich Heine

Þýðing: Steingrímur Thorsteinsson

Goethe-stofnunin í Reykjavík stendur fyrir fyrirlestri um Heinrich Heine í Landsbókasafni Íslands kl. 13.30 í dag, laugardag. Fyrirlesari er Jan-Christoph Hauschild, sem meðal annars hefur skrifað ævisögu Heines. Fyrirlesturinn verður haldinn á þýsku og til meðlestrar verður þýskum texta varpað á sýningartjald. Í lokin verður boðið upp á vínglas með léttu spjalli við fyrirlesarana.

Í tilkynningu segir meðal annars: "Friedrich Nietzsche skrifaði um Heine >>Eitt háfleygasta hugtakið um ljóðskáld gaf mér Heinrich Heine<<. Þessi fjölbreytilegi listamaður kynnti betur en nokkur annar, fegurð og sannleika, list og kjark, listrænt sjálfstæði og félagslegar skyldur, rómantík og byltingu. Sem barn upplýsinganna og "síðasti eftirlauna ævintýrakóngur" skáldsögunnar tilheyrði Heinrich Heine jafnframt gamla og nýja heiminum. Fæddur á tímamótum tveggja pólitískra sem efnahagslegra, þjóðfélagslegra sem og hugmyndasögulegra fullkomlega ólíkra alda var hann samtímamaður og tímamótavitni tvöfaldrar byltingar: frelsun borgaranna af eigin dáð úr hlekkjum lénsmanna sinna og losun framleiðsluafla sem höfðu í för með sér tæknilegan ávinning og félagslega neyð."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page