12.5.06

Orðið tónlist

Í dag, föstudaginn 12. maí kl. 17 verður opnuð sýning í Galleríi Humri eða frægð (í húsnæði Smekkleysu, Laugavegi 59, kjallara) sem markar upphaf Orðsins tónlistar – fjölljóðahátíðar. Þar verða hljóðtengd myndverk eftir Finnboga Pétursson, Harald Jónsson, Kiru Kiru – Kristínu Björk Kristjánsdóttur og Ólaf J. Engilbertsson og bókverk nemenda í LHÍ. Verk nemendanna felast annarsvegar sjálfstæðu bókverki eftir hvern og einn og hinsvegar í bókverkinu Orðið tónlist, sem er upplýsingaaskja um dagskrá fjölljóðahátíðarinnar Orðið tónlist sem verður dagana 19.-21. maí í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur Hafnarhúsi í samstarfi Smekkleysu og Magnúsar Pálssonar við Listahátíð í Reykjavík. Ghostigital leikur við opnun sýningarinnar í Galleríi Humri eða frægð og Bragi Ólafsson og Óskar Árni Óskarsson lesa úr nýútkomnum bókum sínum.

Heildardagskrá Orðsins tónlistar má sjá á vef Listahátíðar www.listahatid.is.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page