24.5.06

Poèmes trouvés

Vakin skal athygli lesenda á því að búið er að stofna nýjan flokk á Tregawöttunum, undir heitinu Poèmes trouvés, eða "fundin ljóð". Fundnuljóðin kallast á við ready-made listina, og eru eins og nafnið gefur til kynna einhvers lags texta/tungumálsverk sem finna má í náttúrunni og birta óbreytt undir heitinu ljóð. Þeim sem vilja senda inn fundin ljóð er bent á að leitast á við, eftir því sem kostur er, að hafa myndræna framsetningu ljóðsins eins og hún er í náttúrulegu umhverfi sínu. Því er ekki vitlaust að skila þeim inn í .jpg-formi, fremur en sem texta. Mönnum er svo frjálst að nefna ljóð sín hverju því nafni sem þeim sýnist (nafnið þarf ekki að finnast). Ljóðið hér að ofan fann Eiríkur Örn Norðdahl hér, og heitir það Ekkert huglægt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page