8.5.06

Súsanna systir mín e. Karen Diadick Casselman

Já en ég var aðeins níu ára þá
og full væntumþykju í garð lirfa
ef ekki ástar í garð Súsönnu systur minnar.

Þegar ég veiddi nokkrar appelsínugular
og svartar loðnar og setti þær í gamla majóneskrukku
með loftgötum í lokinu, stakk ég henni ofan í
svo þær hefðu félagsskap. Líka svo
hún gæti fylgst náið með lirfunum
og jafnvel lært eitthvað af þeim
eins og ég hafði gert.

Ég fylgdist með þeim öllum klöngrast upp grasstráin
og varð ekkert hissa þegar Súsanna
olnbogaði sig fyrst alla leið upp.
Ég þurfti að eyða því sem eftir var dags
í að ýta henni aftur ofan í krukkuna með priki.
Hún varð að læra að misnota þær ekki
því annars myndu þær ráðast á hana og hún fengi að sjá eftir því!

Karen Diadick Casselman

Þýðing:
Hildur Lilliendahl

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page