4.5.06

Umferð


ég var ungur flugmaður í fyrri heimstyrjöldinni, manstu?
kannastu við tilfinninguna þegar flugvél skellur í vatnið?

Við höfum ferðast 600 mílur, og eina manneskjan
sem við þekkjum sefur undir votu möndlutrénu.

það er ekkert eftir nema þetta engi sem lyktar af blóði.
munaðarleysingi hefur sloppið af munaðarleysingjahælinu rétt nógu lengi til að vera
kraminn
ýmsustu fuglar játa leynt hatur sitt á okkur
og kanóinn ferðast gegnum hellinn til hins yfirgefna
norðurs.

Fallegir vellirnir blasa við ...
og mjúk blómin eru geislavirk að innan.

Jim Carroll

þýðing:
Ásgeir H Ingólfsson

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page