1.7.06

Nýjung! Nýjung! Nýjung!

Tíu þúsund tregawött vilja tilkynna um stórfenglega nýjung í þjónustu vefritsins við lesendur sínar. Hingað til hefur reglan verið sú að á hverjum degi birtist að minnsta kosti ein færsla og ekki fleiri en fjórar. Tíu þúsund tregawött hræðast ekki breytingar, og vilja allt gera til þess að breyta þjónustu sinni við lesendur. Héðan í frá verða helgardagar - svokallaðir laugardagar og svonefndir sunnudagar - undanskildir uppfærslureglu. Er þetta gert til þess að koma til móts við auknar þarfir ljóðaunnenda fyrir útilegur, þjóðhátíðir, sólarlandaferðir og annað slíkt afslappelsi.

Með kærri kveðju,

Ritstjórn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page