9.8.06

Ljóða- og myndasögublogg


Tregawöttin tíuþúsund mæla með bloggsíðu bandaríska bókmenntafræðingsins Geoff Klock sem trúlega er þekktastur fyrir umfjöllun um ofurhetjur í myndasögum m.a. með bókinni How to Read Superhero Comics and Why. Í væntanlegu riti sem byggir á doktorsritgerð Klock Imaginary Biographies: Misreading the Lives of the Poets beinir hann sjónum að rómantískum skáldskap og hvernig hann teygir sig inn á 20. öldina.
Á bloggsíðunni skrifar hann gjarnan stuttar og skemmtilegar greinar um bókmenntir, einkum myndasögur og ljóð. Þar má t.d. lesa skemmtilega grein um prósaljóðið The Fall eftir Russel Edson, sjá hér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page