30.9.06

Greinar

Fjórar gerlaprufur úr framandi framúrstefnuljóðlist e. Eirík Örn Norðdahl
Í landi norðurljósanna - e. Einar Má Guðmundsson
Betl - e. Ignólf Gíslason
Gullöldin er aldrei núna - e. Ásgeir H. Ingólfsson
Tími til að myrða og skapa - aftur e. Eirík Örn Norðdahl
Kynvilla, fullnæging, nauðgun og fleiri performansar e. Ásgeir H. Ingólfsson
Harold Pinter og (hed) p.e. – ólíkir boðberar jingóisma e. Kára Pál Óskarsson
Hve gamall varð hann Adam? (aldrei hugsa, aldrei) e. Magnús Þór Snæbjörnsson
Aparass (aldrei segja afsakið) e. Kristínu Eiríksdóttur
Vessapóesía e. Magnús Þór Snæbjörnsson
Hjárænulegt kvein e. Ásgeir H. Ingólfsson
Gegn túlkun e. Ingólf Gíslason
Paul Muldoon – The More a Man Has the More a Man Wants e. Kára Pál Óskarsson
Um réttinn til þess að vera saklaus og nauðsyn þess að fullorðnast e. Ásgeir H. Ingólfsson
Fjöllistahópurinn Pjallan og leit að merkingu e. Arnar Sigurðsson

Poèmes trouvés

Women on top - ljóðið fann Ásgeir H. Ingólfsson
Dagur íslenskrar tungu - ljóðið fann Ásgeir H. Ingólfsson
Ljóð í sjóð - ljóðið fann Anna Björk Einarsdóttir
Ljóð vega börn - ljóðið fann Ásgeir H. Ingólfsson
You have arrived - ljóðið fann Valgeir Valdimarsson
Heimskunnar fyrirsætur - ljóðið fann Hjörvar Pétursson
Tungustríð - ljóðið fann Ásgeir H. Ingólfsson
Ljóðið fann sig sjálft - ljóðið fann Magnús Þór Snæbjörnsson
Miðborgarstarf Ömmu - ljóðið fann Ásgeir H. Ingólfsson
Mikilvæg tilkynning - ljóðið fundu Ingólfur Gíslason og Eiríkur Örn Norðdahl
Guerlain Success - ljóðið fann Gerður Kristný
Baldursljóð - ljóðið fann Kristrún Heiða Hauksdóttir
Ofurmennisþrá og Af bílum - ljóðin fann Kristian Guttesen
Tortímandinn- ljóðið fann Eiríkur Örn Norðdahl
Ást Æða Varps - ljóðið fann Kristian Guttesen
Ljóðaleit í Slóvakíu - ljóðin fann Ásgeir H. Ingólfsson
Sifjaspelling - ljóðið fann Hildur Lilliendahl
Bleikur 19. júní - ljóðið fann Eiríkur Örn Norðdahl
Íslensk orðabók fann Eiríkur Örn Norðdahl
Reyklosun kjallari fann Davíð A. Stefánsson
Poèt trouvé fann Eirík Örn Norðdahl
Sigur læknavísindanna fann Davíð A. Stefánsson
Tapað/fundið fann Örn Úlfar Sævarsson
Fundið ljóð fann Valgeir Valdimarsson
Poeme trouvé - Opus 2 fann Haukur Már Helgason
Ljóðið Poemé trouve - Opus 1 fann Haukur Már Helgason
Ljóðið Ekkert huglægt fann Eiríkur Örn Norðdahl
Ljóðið Focus fann Ingólfur Gíslason

Erlend ljóð á frummálinu

Íslensk ljóð

Tvö ljóð úr AÁBCDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPQRSTUÚVWXYÝZÞÆÖ e. Óttar Martin Norðfjörð
Grjótaþorp að nóttu e. Arngrím Vídalín
Valur Brynjar Antonsson les upp á ljóðahátíð (myndband)
Þvottasnúra e. ókunnan höfund
Höpöhöpö Böks e. Eirík Örn Norðdahl: Texti - - Myndband af upplestri Christians Bök
Ölvaða borg e. Hermann Stefánsson
Tvö ljóð úr Guðlausum mönnum eftir Ingunni Snædal
Klof vega menn e. Kristínu Svövu Tómasdóttur
Harðsoðið egg e. Bjarna Bernharð Bjarnason
Listamannalaunum var úthlutað í gær e. Dag Sigurðarson
Tunglsjúkar nætur e. Einar Má Guðmundsson
Sameinumst, hjálpum þeim! e. Magnús Þór Snæbjörnsson
Svo er allt svo ódýrt (hérna) e. Ingólf Gíslason & Eirík Örn Norðdahl
Besti dagur lífs míns eftir Björnstjerne Björnsson e. Ingólf Gíslason
Hvað verður af sálinni í mönnum þegar þeir eru sjóveikir? e. Önnu Björk Einarsdóttur
Til ungdómsins e. Músífölsk (mp3)
Ljósmynd og skuggamynd e. Hauk Ingvarsson
Lofsöngur e. Magnús Þór Snæbjörnsson (myndljóð)
Ljóð úr Roða e. Ófeig Sigurðsson
söngur trjánna e. Henrik Garcia
14. Endir. Ónei, hvað næst? e. Steinar Braga
Stórmál e. Guðnýju Svövu Strandberg
Óþekkt ljóð e. Hall Þór Halldórsson (vídjóupplestur með táknmálstúlkun)
10000 W e. Ísak Harðarson
Tepra e. Magnús Þór Snæbjörnsson
4 ný ljóð e. Þorstein Guðmundsson
Hringrás ástarinnar e. Tandra Árdal
Ljóð úr Eðalog e. Val Brynjar Antonsson (myndljóð)
Ljóð úr Húðlit auðnin e. Kristínu Eiríksdóttur

Rússakosning í Reykjavík e. Örvar Þóreyjarson Smárason
Tvö ljóð úr nýrri ljóðabók Þórdísar Björnsdóttur
Þegar eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur (myndljóð)
ljod.is eftir Vikk
Bakvið altarið eftir Kristínu Eiríksdóttur (vídjóljóð)
Tvö ljóð úr Ráð við hversdagslegum uppákomum e. Óskar Árna Óskarsson
Fjögur ljóð úr Fjórar línur og titill e. Braga Ólafsson
Draumur e. Birgittu Jónsdóttur (mp3)
Ungur Kópvogningur myrti ekki ítalska stúlku í Þýskalandi e. Hauk Má Helgason (mp3)
Rauðanótt másarans e. Anton Helga Jónsson (mp3)
Homo Activitus e. Hauk Má Helgason (vídjóljóð)
skrámur e. Örn Elías Guðmundsson (Mugison)
Steinarr í maga úlfsins e. Hafstein Engilbertsson

Áhugavert

Ljóðstafur Jóns úr vör - lýst eftir ljóðum
Nykur gefur út Endurómun upphafsins e. Arngrím Vídalín
Álitleg handrit - en vantaði herslumuninn
Keppni í stafsetningar- og málvillum
Þátttakendur í alþjóðlegri ljóðahátíð Nýhils
Útgáfufréttir úr jólabókaflóðinu
Ingunn Snædal hlýtur Tómasarverðlaunin
Pull My Daisy - kvikmynd
Leturmaurar Odeds Ezer
Ljóðapartí Nýhils: „Ég varð alltof fullur“
Viðurkenning fyrir ágæti og yfirburði í beitingu hinnar íslensku tungu
Nýhil heldur alþjóðlega ljóðahátíð í 2. sinn
Nýhil gefur út Barkakýli úr tré e. Þorstein Guðmundsson
Ljóðablogg Geoff Klock
Ljóðablogg Jim Behrle
Þorsteinn Guðmundsson í ljóðabransann
Upplestrar í Nypoesi
Deus gefur út Söngva e. Þór Stefánsson
Einar Már og Eiríkur á G!-festival
Höpöhöpö Böks gefið út í Kanada
Skiltagerðarkeppnin
Skilti leitar áletrunar
Gegn túlkun
Er goðsögnin stærri en ljóðið?
Bukowsical
Höfn í Hornafirði
Hinar myrkari hliðar
Að fibast

Ljóðaþýðingar

Fall frá náð e. David Vincent
Bölvað haustið e. Stéphane Mallarmé
Spurt og svarað: Frelsandi heimilishvalveiðar e. Hauk Má Helgason (þýtt úr ensku)
Þrjú ljóð e. Franz Wright
Þrjú ljóð úr Sagði pabbi e. Hal Sirowitz
DNA-bankinn e. Lynn Kozlowski
Fyrir lesanda sem stefnir að stúdentsprófi eftir Hans Magnus Enzensberger
ógæfa á hótelinu á horni Vermont og 3. strætis e. Charles Bukowski
Byssukjaftar Þjóðverja e. S. Baldrick
Hinn ógnvekjandi sannleikur um girnd e. D Gottlieb
3 ljóð e. Jon Paul Fiorentino

Þvagleiki e. a. rawlings
... Endurbyggjum Tvíburaturnana í New York ... á pizzunni þinni e. Katie Degentesh
Dádýrslundur e. Wang Wei
Myspace er krípí e. K. Silem Mohammed
Lórelei e. Heinrich Heine
Kýrin e. Jacques Roubaud
Ýlfur e. Allen Ginsberg (mp3)
Súsanna systir mín e. Karen Diadack Casselman
Betri heimur eftir e. Marius Nørup-Nielsen
Augu elskhuga míns eru ekki eins og sólin e. Diane di Prima
Hamarinn e. Carl Sandburg
Umferð e. Jim Carroll
Stopp e. Mairead Byrne

Ritdómar

29.9.06

Pull My Daisy - kvikmynd


Stuttmyndin Pull My Daisy, frá árinu 1959, er skrifuð af skáldinu Jack Kerouac, upp úr ókláruðu leikriti hans er nefndist Beat Generation. Myndin er byggð á raunverulegu atviki úr lífi Neals Cassady (einnig þekktur sem gleðikúrekinn Dean Moriarty úr On the Road) og segir frá því þegar óbreyttur járnbrautarstarfsmaður lendir í því að eiginkona hans býður virðulegum biskupi í kvöldmat. Bóhem-vinir járnbrautastarfsmannsins ryðjast síðan inn í partýið, með ófyrirséðum afleiðingum, eins og það heitir á kvikmyndamáli. Titill myndarinnar, sem upphaflega átti að heita Beat Generation, eins og leikritið, kemur úr samnefndu ljóði sem Jack Kerouac, Allen Ginsberg og Neal Cassady sömdu saman. Djasstónlistarmaðurinn David Amram, sem leikur eitt hlutverkanna í myndinni, samdi lag við ljóðið og er það leikið í upphafi myndarinnar.


Robert Frank og Alfred Leslie leikstýrðu myndinni, og Jack Kerouac spinnur lestur yfir. Í aðalhlutverkum eru Allen Ginsberg, Gregory Corso, Larry Rivers, Peter Orlovsky, David Amram, Richard Bellamy, Alice Neel, Sally Gross and Pablo Frank, og nýfætt ungbarn Roberts Frank.

28.9.06

Leturmaurar Odeds Ezer

Tregawöttin tíu þúsund vilja, af öllu afli, vekja athygli á verkum hebrezka týpógrafistans Oded Ezer, en frá honum segir í nýrri grein/viðtali á Pingmagazine. Viðtalið má lesa með því að smella hér.

Meðal þeirra verka sem má lesa um eru tilraunir Ezers til að búa til týpógrafískar lífverur - eins konar leturmaura - en dæmi um slíka má m.a. sjá hér fyrir ofan.

27.9.06

Tunglsjúkar nætur e. Einar Má Guðmundsson

Af því að klukkan var þetta ...
Af því að veðrið var svona ...

Aðeins þannig passa ég í heiminn
einsog föt af manni
sem ég þekki ekki neitt.

Ég veit ekki hvernig þau fara mér,
hvort þau eru of lítil
eða of stór

en séu þau af manninum þínum
þá ert þú konan mín
og segir honum það ef hann hringir

á meðan klukkan er þetta
og veðrið er svona.
...

Sjálfur ligg ég hér
einsog skip á botni hafsins.
Ég man ekki hvenær ég sökk
en þú getur eflaust
slegið því upp í bókum.

Ég mæli með Háskólabókasafninu
löngu fyrir daga þessara orða
þegar vörðurinn þekkti allar bækurnar
og ekki þurfti neina spjaldskrá
og því var trúað að skáldið
í afgreiðslunni
gengi á vatni.

Já einhvers staðar þar,
á einhverri blaðsíðu, í einhverri bók
finnurðu örlög mín,
þú getur jafnvel valið þér bók
og kosið mér örlög,
en ef þú hífir mig upp
sérðu drauma mína,
fulla af dýrgripum
sem alla tíð hafa tilheyrt þér
í öðrum draumi
öðru lífi.

Einar Már Guðmundsson

26.9.06

Sameinumst, hjálpum þeim! e. Magnús Þór Snæbjörnsson

I. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa


II. Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði og föður er þetta, að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingu þeirra og varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum.


Magnús Þór Snæbjörnsson

25.9.06

Betl e. Ingólf Gíslason


Listamaðurinn vílar aldrei fyrir sér að nota sér neyð annarra í sköpun sinni. Ef ljóðskáldið er ekki að yrkja um Hiroshima eða Víetnam þá eru það betlarar eða annað ógæfufólk. Ingólfur Gíslason ritstjórnarfulltrúi var einu sinni að því kominn að nýta sér neyð öreigans þegar samviskan beit hann illilega og skildi eftir sig ljótt ör. Lesið meira um það hér...

22.9.06

DNA-bankinn e. Lynn Kozlowski

DNA-bankinn er ljóð eftir Lynn Kozlowski, bandarískan vísindamann og skáld, og birtist hér í þýðingu Hjörvars Péturssonar. Hallmar Sigurðsson leikari les, en Jón Hallur Stefánsson stjórnaði upptöku.

Lynn Kozlowski er prófessor og forstöðumaður lífatferlisfræðilegra heilsurannsókna við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu. Hann hefur birt bæði skáldskap og vísindagreinar í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum. Kennsla hans og rannsóknir hafa m.a. komið inn á rannsóknasiðfræði. Hjörvar Pétursson er líffræðingur í Grafarvogi.

Smellið hér til að hlusta á ljóðið (hægrismellið og veljið 'save target as' til að vista).

Hér má svo fræðast lítið eitt meir um Kozlowski.

20.9.06

Ljóð vega börn
Ljóðið fann Ásgeir H Ingólfsson í samræmdu íslenskuprófi fyrir tíunda bekk.

19.9.06

Svo er allt svo ódýrt (hérna) e. Ingólf Gíslason & Eirík Örn Norðdahl

Það sem Halldór Laxness kallaði „utan lands“
kallar Bó Hall „erlendis“.

Við drekkum ekki vatnið.

Burstum tennurnar upp úr
rauðvíni.


Ingólfur Gíslason & Eiríkur Örn Norðdahl

18.9.06

You have arrived

Ljóðið fann Valgeir Valdimarsson. Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.

15.9.06

Fyrir lesanda sem stefnir að stúdentsprófi eftir Hans Magnus Enzensberger

Ekki lesa hetjuljóð, drengur, lestu stundatöflur:
þær eru nákvæmari. Sléttu úr sjókortunum
áður en það er um seinan. Vertu á verði, ekki syngja.
Sá dagur kemur að þeir hamra yfirlýsingar sínar
aftur á dyrnar og auðkenna þá með sérstökum táknum
sem segja nei. Lærðu þá list að þekkjast ekki,
lærðu meira en ég nokkru sinni gerði: að breyta
lögheimili, vegabréfi, andliti. Vertu
lunkinn við smásvik og hversdagsins
skítugu frávísanir. Dreifibréf
duga vel til að kynda eldinn,
manifestó: til að búa um smjörið og salt
fyrir þá sem geta ekki varið sig. Bræði
og þolinmæði eru nauðsynleg
til að blása innum lungu valdsins
banvænu rykinu
hárfínt möluðu af þeim sem hafa lært býsn
og nákvæmni, eins og þú.

Hans Magnus Enzensberger

Þýtt úr enskri þýðingu David Constantine af Eiríki Erni Norðdahl.

14.9.06

Heimskunnar fyrirsætur


Ljóðið fann Hjörvar Pétursson
hér, en uppruni þess er hér.

8.9.06

Ljóðapartí Nýhils: „Ég varð alltof fullur“

Í gærkvöldi var haldið fyrsta ljóðapartí Nýhils í nokkuð langan tíma, í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar var fagnað útgáfu sumarsins, en sjö bækur hafa komið út hjá Nýhil á síðustu vikum og mánuðum. Þar er um að ræða seinni 5 bækurnar í seríu Nýhils, Norrænarbókmenntir, auk Barkakýlis úr tré eftir Þorstein Guðmundsson og Vera & Linus eftir Þórdísi Björnsdóttur og Jesse Ball. Tregawöttin náðu í viðar Þorsteinsson nú í morgunsárið og sagði hann kvöldið hafa gengið rosalega vel. „Ég varð alltof fullur“, segir Viðar, en eins og kunnugt er hefur hann haft sig hægan í drykkju síðan hann kynntist hinni indælu Hilmu Gunnarsdóttur, og væntanlega farið minna fyrir drykkjuþrekinu hjá honum en oft áður. Setið var á öllum borðum, og mikil stemning. „Lay Low setti blúsaðan fíling á þetta, og skáldin áttu þrusu góða lestra“, segir Viðar. „Ég held ég hafi aldrei heyrt Steinar Braga í jafn góðu formi, sem dæmi. Þá var Valur Brynjar mjög góður, og Þorsteinn Guðmundsson gríðarlega hress og kom fólki í góða stemningu, en hann var einmitt fyrstur á svið.“


7.9.06

Tungustríð

6.9.06

Viðurkenning fyrir ágæti og yfirburði í beitingu hinnar íslensku tungu

List- og ljóðahópurinn Nýhil og ljóðavefritið 10.000 tregawött hafa ákveðið að veita, í fyrsta sinni, hina eftirsóttu Viðurkenningu fyrir ágæti og yfirburði í beitingu hinnar íslensku tungu. Til að öðlast viðurkenninguna þarf að hafa sýnt fram á orðkynngi slíka er áður á tímum var kraftaskáldum töm; viðurkenningarhafi þarf sýnilega að hafa haft áhrif á veröldina með orðum sínum og sýnt þar með fram á gífurkraft þeirra. Líkt og þegar Kolbeinn jöklaskáld kvaðst forðum á við kölska og sendi hann aftur til helvítis, eða þegar Sæmundur orti konu sinni bana á sjöunda barni. Verðlaunin eru veitt í anda lokaorða Steins Steinarr, í lokaljóði Ferðar án fyrirheits, þar sem segir: „Mitt nafn er Steinn Steinarr, skáld. Ég kveðst á við fjandann.“

Meira hér...

5.9.06

Alljóðlega þjóðahátíðin

Það er fleira að gerast hjá Nýhil en áðurnefnt ljóðapartí, sem haldið verður á fimmtudag í Þjóðleikhúskjallaranum. Tregawöttin hafa haft af því spurnir að Hin alljóðlega þjóðahátíð Nýhils, sem haldin var við mikinn fögnuð landsmanna um verslunarmannahelgi 2005, verði endurtekin í nóvember. Samkvæmt heimildum Tregawattanna munu enn fleiri erlend ljóðskáld mæta að þessu sinni og hefur fengist staðfest að m.a. muni þau Anna Hallberg og Christian Bök, sem mættu á hátíðina í fyrra, koma aftur. Þá hafa nöfn eins og Kenneth Goldsmith, Leevi Lehto, Angela Rawlings, Derek Beaulieu, Jörgen Gassilewski, Gunnar Wærness verið nefnd, og ku menn vera að skoða hvort hægt verði að fá Cia Rinne og Lars Mikael Raatamaa að auki, en fjárhagurinn mun vera þröngur að nýhilískum sið þó óstaðfestar heimildir hermi að Landsbankinn muni styrkja hátíðina myndarlega.

Á Tregawöttunum hefur áður birst þýðing á ljóði eftir Angelu Rawlings, Þvagleki. Þá hafa einnig birst tvö myndljóð eftir Derek Beaulieu. Áhugasömum um Christian Bök, Kenneth Goldsmith og Leevi Lehto má benda á greinina Fjórar gerlaprufur úr framandi framúrstefnuljóðlist eftir Eirík Örn Norðdahl sem birtist í Tímariti Máls og menningar fyrir skemmstu. Tregawöttin munu gera sér far um að reyna að kynna hin erlendu skáld fyrir landsmönnum áður en hátíðin verður haldin. Þá ber einnig að geta þess að að sjálfsögðu mun fjöldinn allur af íslenskum ljóðskáldum, tónlistarmönnum, bókmenntafræðingum og öðrum listamönnum taka þátt í hátíðinni, og má benda áhugasömum um þátttöku á að senda tölvupóst á nyhil@nyhil.org.

4.9.06

Nýhil boðar til Ljóðapartís

Næstkomandi fimmtudagskvöld hyggst ljóða- og listabálkurinn Nýhil halda ljóðapartí í Þjóðleikhúskjallaranum, til að fagna þeim sjö titlum sem kompaníið hefur látið frá sér síðustu mánuði. Um er að ræða prósaverk á ensku, Vera & Linus, eftir Jesse Ball og Þórdísi Björnsdóttur, ljóðabókina Barkakýli úr tré eftir Þorstein Guðmundsson, og seinni bækurnar fimm í bókaflokkinum ‘Norrænar bókmenntir’, en þær eru Roði (e. Ófeig Sigurðsson), Húðlit auðnin (e. Kristínu Eiríksdóttur), Og svo kom nóttin (e. Þórdísi Björnsdóttur), Eðalog (e. Val Brynjar Antonsson) og Litli kall strikes again (e. Steinar Braga). Þess má geta í framhjáhlaupi að ljóðabókin Barkakýli úr tré, sem kom út fyrir rúmri viku síðan, er þegar uppseld hjá útgefanda og von á nýju upplagi von bráðar. Enn er þó hægt að fá eintök af bókinni í betri bókabúðum, og ku m.a. nokkur vera eftir í Ljóðabókaverzlun Nýhils, þó forlagslagerinn sé uppurinn. Kannast menn vart við aðra eins sölu á ljóðabók í seinni tíð, og í raun bara ein bók sem kemst í návígi við Barkakýlið í sölu, en eins og menn muna rauk bókin Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson út þegar hún kom út fyrir fáeinum misserum. Báðar innihalda bækurnar skondnar, stuttar og eitraðar athugasemdir við þjóðfélagsmálin, og spurning hvort það segi ekki skáldum eitthvað.

Ljóðfögnuður Nýhils fer að þessu sinni fram í Þjóðleikhúskjallaranum og opnar húsið kl. 20. Skáldin munu lesa úr nýútkomnum verkum auk þess sem frekari útgáfa haustsins verður kynnt, en von er á a.m.k. tveimur skáldsögum, eftir Bjarna Klemenz annars vegar og Hauk Má Helgason hins vegar, sem og a.m.k. einni ljóðabók frá Eiríki Erni Norðdahl, frá forlaginu. Söngkonan blíða Lay Low léttir lund á milli atriða og auðvelt verður að nálgast hressingar á barnum. Húsið opnar klukkan 20:00 en dagskrá hefst um 20:30.

2.9.06

Heimsókn frá Hjaltlandseyjum

Fjögur Hjaltlensk skáld hafa verið á ferðinni á Íslandi síðustu daga. Á morgun kl. 16.00 lesa þau úr verkum sínum í Norræna húsinu en auk þess munu Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Gyrðir Elíasson lesa þýðingar á verkum þeirra. Þeir sem missa af þessu geta svo náð í skottið á skáldunum klukkan 12.05 á þriðjudaginn í stofu 102 í Lögbergi Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar um skáldin má lesa með því að smella hér.

1.9.06

ógæfa á hótelinu á horni Vermont og 3. strætis e. Charles Bukowski

Í tilefni þess að nú verður tekin til sýninga á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík (IIFF) kvikmyndin Factotum, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Charles Bukowski, birta Tregawöttin nú ljóðið ógæfa á hótelinu á horni Vermont og 3. strætis (bad times at the 3rd and vermont hotel) eftir Bukowski. Ljóðið er fengið úr ljóðabókinni you get so alone at times that it just makes sense.

Smellið
hér til að lesa ljóðið.
Refresh Page