29.9.06

Pull My Daisy - kvikmynd


Stuttmyndin Pull My Daisy, frá árinu 1959, er skrifuð af skáldinu Jack Kerouac, upp úr ókláruðu leikriti hans er nefndist Beat Generation. Myndin er byggð á raunverulegu atviki úr lífi Neals Cassady (einnig þekktur sem gleðikúrekinn Dean Moriarty úr On the Road) og segir frá því þegar óbreyttur járnbrautarstarfsmaður lendir í því að eiginkona hans býður virðulegum biskupi í kvöldmat. Bóhem-vinir járnbrautastarfsmannsins ryðjast síðan inn í partýið, með ófyrirséðum afleiðingum, eins og það heitir á kvikmyndamáli. Titill myndarinnar, sem upphaflega átti að heita Beat Generation, eins og leikritið, kemur úr samnefndu ljóði sem Jack Kerouac, Allen Ginsberg og Neal Cassady sömdu saman. Djasstónlistarmaðurinn David Amram, sem leikur eitt hlutverkanna í myndinni, samdi lag við ljóðið og er það leikið í upphafi myndarinnar.


Robert Frank og Alfred Leslie leikstýrðu myndinni, og Jack Kerouac spinnur lestur yfir. Í aðalhlutverkum eru Allen Ginsberg, Gregory Corso, Larry Rivers, Peter Orlovsky, David Amram, Richard Bellamy, Alice Neel, Sally Gross and Pablo Frank, og nýfætt ungbarn Roberts Frank.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page