4.10.06

Klof vega menn e. Kristínu Svövu Tómasdóttur

Tittlingar námu land,
tittlingar námu völd.
Þeir kveiktu elda á fjallatindum,
drukkið var um kvöld.
Þeir ræktuðu upp túnin
og riðu í kaupstaðarferð,
þeir stunduðu klofvegagerð.

En klof vega salt
og klof vega menn.
Þær vógu þeirra ætlanir
og vega þær enn.
Þær smurðu sínar kuntur
og komust ört til manns,
þær glottuleitar stigu vaselínudans.

Nú tittlingarnir standa í barnatímaleit
og þróað með sér hafa háttatímaskyn.
Þær hanga á vínbarnum
og eiga hommavin
(tittlingar námu menn)
sem þær drekka með um kvöld
- sorrí strákar, þetta er tittlinganámuland
og tittlinganámuvöld.


Kristín Svava Tómasdóttir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page