28.11.06

Fall frá náð e. David Vincent

Heitir vindar brenna mig
brennandi í mínu falli
útskúfaður
orðlaus í hinu heilaga stríði
ég lifi af
refsivöndinn og útlegðina
til svíðandi lands
ég er drottinn, ég tek við stjórn.

Fyrirgef mér ei
þessi þekking styrkir mig
til að reisa upp frá dauðum
borgir hinna fordæmdu
allir fjársjóðir Sódómu
tilheyra mér nú – fagnið
föllnu englar takið hönd mína.

Hórur þrá hold mitt
og girnd mína
lostinn smyr mig
gereyðið sál minni.


David Vincent

Þýðing: Ófeigur Sigurðsson

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page