8.4.06

Betri heimur e. Marius Nørup-Nielsen

Ég vil hafa sjálfan mig með í för, það getur svo margt gerst!
Lengi sáumst við skríðandi meðfram þiljunum. Það var meðvitað.
Því skyndilega spruttum við á fætur og hlupum hornanna á milli, með goðsagnakenndri
léttúð
hins upprétta manns,
stukkum við, já eins og geimfarar, í átt að
nýju rúmi (nakin að sjálfsögðu).
Þetta var eitthvað allt annað en að borða. Eða hengja upp málverk í örvæntingarfullri
tilraun til þess að skapa betri hljómburð fyrir barnalega
drauma. Við trúðum því að málverk sem sisvona komu frá sömu
veröld og hræring vöggunnar, sem sagt að (geðs)hræringin væri róandi og skyldi
myrðast. Eða að maður hreinlega gæti kyrkt hringlur. En það var, einmitt af þrjósku, langtum
betra að kýla sjálfan sig!
Ég á enga fjölskyldu, er mér sagt.
Það hefur ekkert með það að gera ‘að alast upp í sveit’.
Ég naut þess svoleiðis að fá tott.
Seinna skýrði ég frá því að það voru kýr á beit í nánd, en
það voru fótboltamörk (oft án neta eins og hlið, eða hlið hafa jú hlöð (sem gætu kannski virst
óendanleg) og þá voru jú líka runnar sem maður þurfti að sækja boltann í) sem
sett voru upp í anda öðrum víti til varnaðar á íþróttaleikvangnum, en
auðvitað í jaðri bæjarins, við akrana.
Þið skulið ekki halda að geðveiki þróist ekki. Ég hef ekkert lært.
Oft sá maður ekki, og vissi þar af leiðandi ekki að maður hefði líka getað
tekið sér þetta fyrir hendur, eða líka bara hverju það hefði getað líkst úr hæfilegri fjarlægð. Þannig
mátti líka taka runnana og hlöðin út úr sviganum: Maður
vissi ekki að maður hefði getað tekið sér eitthvað annað fyrir hendur.
Ekkert stendur í stað, minnin verða í það minnsta lygileg, með eða án hjálpar: Upp-
færð, endurlífguð. Samruni geðshræringa
snýst ekki um kúrfur eins og líkamar eru, heldur um lag ofan á lagi, eins og líkamar
eru aðeins í sinni allra leiðinlegustu mynd!


Marius Nørup-Nielsen

Þýð: Kristian Guttesen

Tenglar:

Ferilskrá
Karakteristikon
Det selvbiografiske er en leg
A paradise of poets
Barn og dynamit

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page