19.4.06

Enzo Minarelli á Orðið tónlist

Tregawöttin tíu þúsund vilja benda lesendum sínum á ljóð Enzos Minarelli, Cultpppoem, sem hýst er á Ubu-vefnum. Ljóðið má heyra með því að smella hér, og önnur verk Enzos má heyra með því að smella hér. Enzo þessi er einn gesta á fjölljóðahátíðinni Orðið tónlist sem stendur yfir þessa dagana. Helstu uppákomurnar fara fram í kvöld og á morgun, og svo er málþing á sunnudag. Dagskráin fer hér að neðan.

Orðið tónlist - fjölljóðahátíð er ljóða- og tónlistardagskrá þar sem megináherslan er á möguleika mannsraddarinnar til að skapa list á mörkum ljóðlistar og tónlistar. Markmiðið er að tefla saman ólíkum birtingarmyndum sköpunar í ljóðlist, tónlist og gjöningum, jaðargreinum sem ekki fá alla jafna andrúm á tónleikum eða á geisladiskamarkaði og halda á lofti merkjum Orðsins tónlistar sem Smekkleysa lagði af stað með árið 2000 og er ætlað að skapa opinn vettvang fyrir stefnumót orðs og tóna, bókmennta og tónlistar. Með því að bjóða hingað til lands viðurkenndum erlendum listamönnum á sviði fjölljóðlistar og bjóða innlendum listamönnum á ýmsum aldri og úr ýmsum greinum lista að taka jafnframt þátt í hátíðinni er von okkar að hátíðin verði bræðingur ólíkra ljóð- og hljóðstrauma.

Hljóðljóðskáld eða fjölljóðskáld hafa haft hátíðir og komið fram víða erlendis, en aldrei hefur slík hátíð verið haldin hér á landi.

Ítalska hljóðljóðskáldið Enzo Minarelli hefur skipulagt margar slíkar hátíðir og miðlar af reynslu sinni með því að taka þátt í skipulagningu þessarar fyrstu fjölljóðahátíðar á Íslandi. Listahátið í Reykjavík hefur fjölljóðahátíðina á sinni dagskrá, en Smekkleysa SM ehf sér um framkvæmdina í samráði við Magnús Pálsson. Samið hefur verið við Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús um afnot af fjölnotasal Hafnarhússins fyrir hátíðina. Fyrra kvöldið verður einkum lögð áhersla á tónlist í bland við ljóðaupplestur og gjörninga, en seinna kvöldið verður áherslan á fjölljóð.

Föstudagur 12. maí kl. 17 í Galleríi Humri eða frægð:

Sýning með hljóðtengdum myndverkum verður á tíma Listahátíðar í Galleríi Humri eða frægð, Laugavegi 59. Finnbogi Pétursson, Haraldur Jónsson, Kira Kira og Ólafur J. Engilbertsson og listnemar við LHÍ, en námskeið í bókagerð og fleiru sem fjölljóðum tengist hefur verið í vor í LHÍ í tengslum við verkefnið. Ghostigital kemur fram við opnunina, einnig Bragi Ólafsson og Óskar Árni Óskarsson, sem lesa út nýtútkomnum bókum sínum.

Föstudagur 19. maí kl. 19:30 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, fjölnotasal:

Kolbeinn Bjarnason, (inngangur í boði Tónverkamiðstöðvar)
Parabólur
Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson
Bragi Ólafsson
Jón Hallur Stefánsson og Baldur Björnsson
Jóhamar
Einar Melax, Monica Frycova og Dauður desember
Nýhil: Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir
Helvítis skáldatríóið - Örvar Þóreyjarson Smárason,
Haukur Már Helgason
Eiríkur Örn Norðdahl

Kira Kira og Tilraunaeldhúsið

Laugardagur 20. maí kl. 14-17. í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi,
fjölnotasal:

“Workshop” í umsjá Kabarettsins Músífölsk. Þeir stilla sér upp með tölvu og prentara. Í tölvunni eru nokkrir gagnagrunnar (mbl.is, matseðill á Shalimar, Egils saga osfrv.) og tölvan býr til ljóð úr þeim gagnagrunnum sem fólk velur. Gestir búa þannig til eigið ljóð og geta flutt það. Erlend fjölljóðskáld hátíðarinnar sitja í dómnefnd.

Laugardagur 20. maí kl. 20:30. í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi,
fjölnotasal:

Nýlókórinn, stjórnendur Snorri Sigfús Birgisson og Áki Ásgeirsson.
Flutt verða verk eftir Magnús Pálsson, Kristin Harðarson og Guðmund
Haraldsson
Enzo Minarelli
Tom Winter
Ásgerður Júníusdóttir
Fernando Aguiar
Mark Sutherland
Gunnlaug Þorvaldsdóttir
Rod Summers

Á sunnudeginum 21. maí verður málþing um fjölljóð í Hafnarhúsinu með þátttöku innlendra og erlendra listamanna. Guðbergur Bergsson, Enzo Minarelli og Rod Summers

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page