Fjögur ljóð úr Fjórar línur og titill e. Braga Ólafsson

Svört maurahrúgan í horninu við sorpfötuna
minnti mig alltaf á kvensköp.
Ég vissi aldrei
hvað mér átti að finnast um þetta fyrirbæri.
Endurreisn Helvítis
eftir Leo Tolstoj.
Verð: 25 aurar.
Útgefin á Akureyri nítján hundruð og fjögur.
Kostnaðarmaður og prentari Oddur Björnsson.
Þrettánda hæðin
Þegar ég fékk að vita að þeir ættu ekki herbergi
nema á tólftu og fjórtándu hæð
spurði ég hvort þá þrettándu vantaði.
Nei, hótelið var ekki hærra en þetta.
Stefnumót í Frankfurt
Arabinn á götuhorninu
er augljóslega að bíða eftir einhverjum.
Skyldi þessi einhver vera Evrópumaður?
Nei, hann reynist vera Arabi.
Bragi Ólafsson
Bókin kostar 1290 kr. og er til sölu í helstu bókabúðum í Reykjavík, auk þess sem hægt er að panta hana hjá Smekkleysu í síma 551 3730 og 551 3780, og hjá höfundinum í símum 552 0126 og 865 7961.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home