29.4.06

Harold Pinter og (hed) p.e. – ólíkir boðberar jingóisma e. Kára Pál Óskarsson

Um þessar mundir standa yfir sýningar á leikritinu Fagnaði eftir Harold Pinter. Eins og öllum er kunnugt vann hann nóbelsverðlaunin í fyrra og flutti af því tilefni magnað ávarp þar sem hann úthúðaði leiðtogum Bandaríkjanna og Bretlands fyrir hernaðarbrölt þeirra. Það er á almanna vitorði að Pinter er vinstrisinnaður aðgerðasinni sem hefur í marga áratugi beitt sér í þágu friðar og mannréttinda um heim allan. Það sem ekki öllum er kunnugt um, er þetta litla ljóð sem hann orti skömmu eftir lok fyrri flóabardagans árið 1991:

American Football

Hallelullah!
It works.
We blew the shit out of them.

We blew the shit right back up their own ass
And out their fucking ears.

It works.
We blew the shit out of them.
They suffocated in their own shit!

Hallelullah.
Praise the Lord for all good things.

We blew them into fucking shit.
They are eating it.

Praise the Lord for all good things.
We blew their balls into shards of dust,
Into shards of fucking dust.

We did it.

Now I want you to come over here
and kiss me on the mouth.


Flest hugsandi fólk ætti að kannast við þá tilfinningu, eftir að bandarískri stríðsæsingaorðræðu hefur verið troðið ofan í það gengdarlaust í tíma og ótíma, að það langi helst að æla úr sér lifur og lungum tíu sinnum og myndi þó sjálfsagt enn vera óglatt að því loknu. Pinter er engin undantekning frá þessu. Hann ruddi úr sér þessu kvæði um borð í flugvél á leiðinni til Edinburgh, það var tilbúið áður en vélin lenti. Þetta kvæði hefur aldrei farið hátt. Hann sendi það til margra helstu dagblaðanna í heimalandi sínu, en ekkert þeirra þorði að birta það. Ekki einu sinni yfirlýst vinstriblöð eins og the Guardian og the Independent treystu sér til þess, og voru ástæðurnar sem þau gáfu þær, að áherslur þar hefðu breyst, eða að þau væru nú orðin ‘fjölskyldublöð’. Kvæðið hefur nú verið gert aðgengilegt á síðunni www.haroldpinter.org en það er heimasíða skáldsins. Ekki ætti að þurfa að útlista satírískt efni ljóðsins ítarlega. Þetta er bara lítið pólitískt ádeilukvæði í stíl jingóisma.

Jingóismi er gamalt hugtak, á rætur að rekja til þess tíma þegar Benjamin Disraeli var forsætisráðherra breska heimsveldisins. Þá var Viktoría drottning, sólin settist aldrei í veldi hennar, og það gat gert út af örkinni tugi herskipa hvenær sem er til að sýna öðrum þjóðum hver var númer eitt. Við eitt slíkt tækifæri, árið 1878, var hugtakið ‘jingóismi’ kynnt til sögunnar af írska söngvaranum G.H. MacDermott. Hér er brot úr viðlagi ‘stríðssöngsins’ hans:

We don't want to fight
But, by Jingo, if we do,
We've got the ships,
We've got the men,
We've got the money, too.


Orðabókarskilgreining á jingóisma er öfgafull þjóðernishyggja sem birtist gjarnan í formi herskárrar og karlrembulegrar stjórnmálaafstöðu. Annað heiti á hugtakinu er ‘spread-eagleism’ og vísar auðvitað til ameríska arnarins með útbreidda vængi. Sjálft orðið ‘jingo’ mun svo vera upprunnið sem skrauthvörf fyrir nafnið ‘Jesus’ á 17. öld. Að því er ég best veit er jingóismi ekki til sem yfirlýst stefna neins hóps skálda, ólíkt t.d. því sem tíðkast hjá hinum svokölluðu Flarf-skáldum. Engu að síður er það pólitíska ádeilan sem þessi tvö hugtök eiga sameiginlegt, e.t.v. sérstaklega eftir árásirnar þann 11. september 2001 en í kjölfar þess hefur hin aggressíva pólitíska orðræða verið áberandi í Flarfi.

Hljómsveitin (hed)p.e. kemur frá Huntington Beach í Kaliforníu. Sveitin kom fram á sjónarsviðið upp úr miðjum tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar mikilla vinsælda hinnar svokölluðu ‘nu-metal’ stefnu í hörðu rokki, en í henni tíðkaðist að blanda saman hiphoppi og þungarokki. Hjá (hed)p.e. ægði öllu saman og virtust liðsmenn sveitarinnar jafnvígir á öll afbrigði tónlistarflóru gervalls Kaliforníuríkis, hvort sem það nefndist hiphop, pönk, fönk, þungarokk, reggí eða soul. Þeir áttu þó alltaf minna fylgi að fagna en sveitir á borð við Korn eða Limp Bizkit, kannski vegna þess að efni þeirra var aðeins harðara og aggressífara, eða vegna þess að það var frumlegra og fjölbreytilegra. Hver svo sem ástæðan var, þá náðu þeir aldrei að meika það. Þeir gerðu eina tilraun til að brjótast út af jaðrinum og inn í meginstreymið, eina tilraun til að beisla hugmyndaauðgina, skrúfa fyrir óheflað málfarið og falla inn í vinsældamynstrið. Sú tilraun var platan Blackout sem kom út árið 2003 hjá stóra fyrirtækinu Jive. Hún floppaði.

Hljómsveitin lét aftur til skarar skríða í fyrra með plötunni Only in Amerika hjá litlu útgáfunni Koch Records. Eftir að hafa brennt sig einu sinni á því að gera málamiðlanir til að þóknast útgefendum sínum, ákváðu (hed)p.e. að setja allt í botn í þveröfuga átt og voru nú orðnir hrárri og óheflaðri en nokkru sinni fyrr. Á þeirri plötu var m.a. að finna lagið War, og fer hér á eftir hluti af texta þess:

Don't you want your freedom?
Do you not daydream?
See how we split the atom
and bring them to their fucking knees

The policeman cannot stop me now
I smoke the best pot in town
I fuck a slut
I come up in her mouth
I do whatever the fuck I want
I'm an American!
...............................................................Bitch!
We run this shit
You're all gay
...............................................................Bitch!
We got guns and shit
You're all lame
...............................................................Bitch!
No, you don't understand
This is not a game
...............................................................Bitch!
This is motherfuckin judgment day

This is war!

Don't you want your freedom?
Do you not daydream?
Reach for the Smith and Wesson
and bring them to their fucking knees

[..]

My magnum lets you know that I care
I spank ass
Bite necks
Pull hair
I fuck you in the kitchen
Doggy on the stairs
I do whatever the fuck I want
I'm an American!
...............................................................Bitch!
We run this
You're all gay
...............................................................Bitch!
We got bombs, Happy Meals and grenades
...............................................................Bitch!
No, you don't understand
This is not a game
...............................................................Bitch!
This is motherfuckin judgment day

This is war!

[..]

Put em up
Put em up
Put em motherfucker
Put em up

Put em up!
Take it outside
Can we take it outside?

[..]

Yeah motherfucker
Uncle Sam don't take no shit

I wake up
I start the day dreamin
I blaze up
I wait for the weekend
I go to the club
Get fucked up
Get my dick sucked
I don't give a fuck

I'm an American
...............................................................Bitch!

We run this shit
You're all gay
...............................................................Bitch!
We got bombs and shit
You're all lame
...............................................................Bitch!
No, you don't understand
This is not a game
This is World War III motherfucker


Hér er klárlega á ferðinni kaldhæðinn jingóismi, ekki ósvipaður þeim sem Harold Pinter beitir í American football. Því miður gerðu ekki allir sem heyrðu lagið sér grein fyrir ádeilunni sem í því er fólgin, og úthrópuðu (hed)p.e. sem heimska og dónalega Ameríkana sem skorti allt umburðarlyndi og víðsýni. Báðir textarnir eiga það augljóslega sameiginlegt að fela í sér skýrskotun til bandaríska viðmóts á alþjóðavettvangi, viðmóts tjáðu ýmist upphátt eða í hljóði. Þeir gera þetta viðmót ákafara og draga það þannig inn í heim gróteskunnar, en halda samt eftir nógu mikilli tengingu við veruleikann til að afhjúpa groddaskap þessa heimsveldisviðmóts og gera hlálegt grín að því. Í þeim báðum eru karlremban, hrokinn og stríðsgirnin í algleymingi. Texti Pinters er e.t.v. kaldari, úthugsaðri og yfirvegaðri í andstyggilegri saurdýrkun sinni. Þó það nú væri, hann er nú einu sinni ljóð en ekki söngtexti. Kristilegar upphrópanir ljóðsins kallast svo á við upprunalega tilkomu orðsins ‘jingo’ sem skrauthvörf fyrir nafn Krists, eins og rakið var hér að framan. Texti (hed)p.e. er augljóslega æsingakenndari og á því e.t.v. meira skylt með hinum gamla texta MacDermott, enda eru hvorir tveggja söngtextar. Bakgrunnur Pinter og (hed)p.e. er auðvitað eins ólíkur og hægt er að hugsa sér, en (hed)p.e. er fyrst og fremst sprottnir af meiði hiphop tónlistar og pönks, kannski sérstaklega hvað varðar textagerð.

Tilgangur þessarar litlu greinar er nú ekki að ætla að jafna saman skáldskaparhæfileikum Harolds Pinter og Jahred, forsprakka (hed)p.e. En hins vegar getur verið gaman að skoða hversu ólíkir listamenn geta fundið samleið í andúð sinni á þeirri bandarísku heimsvaldastefnu sem tröllriðið hefur heiminum undanfarna áratugi. Einnig getur það komið manni skemmtilega á óvart hve bilið milli svokallaðrar hámenningar og lágmenningar getur verið mjótt. Pinter fæst ennþá við skáldskap þó hann sé nú orðinn nokkuð aldurhniginn. Hann hefur ekki stundað leikritun síðan hann samdi leikgerðina Remembrance of things past eftir skáldsagnabálki Marcels Proust árið 2000, en hefur lýst því yfir að orka hans beinist aðallega að ljóðagerð í seinni tíð. Þann 6. júní síðastliðinn sendu (hed)p.e. frá sér sína fimmtu breiðskífu, að þessu sinni hjá Suburban Noize Records, og nefnist hún Back to Base X.

Kári Páll Óskarsson

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page