30.4.06

Hringrás ástarinnar e. Tandra Árdal

Tárin mín
eru einsog sandkorn í stundarglasinu

Snýr enginn glasinu?
Nei
Non

Sandkorn á ströndu, skolast út í hafið
........Ástin

Þau gufa upp í gufuhvolfið og rignir síðan
........aftur í hafið

Hví?
Hversvegna gerir þú mér þetta?
Hvað hef ég gert þér?

Mon amour, mon amant soupple — Pourquoi pleurait-il?

Vertu mín, Ísdrottning
Ísdrottning draums hins liðna – ég er inní þér

Komdu hingað, draumur hins liðna
........ég vill þig
........þrái þig
........ég vill bráðna af ást líkt og korn af sandi

Hringur ástarinnar, hinn eilífi hringur
........hringrásar lífsins

Sem er líka hringrás náttúrunnar

Tandri Árdal

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page