17.4.06

Hvað verður af sálinni í mönnum þegar þeir eru sjóveikir?

Þó myndin af mér sé mæðuleg
þá er hún töff og jafnvel dáldið sönn.
Þarna er jafnvel komið fram ákveðið lykilatriði:
hömlulaus sjálfsvorkunn asnans.

Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum,
væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?
Svar: Sjálfur skrifaði ég ekkert.
Ég gekk um götur og talaði.
Það er sú iðja sem gerði mig manna ódauðlegastan.
Aðferð mín er ekki það eina sem ég færði heimspekinni.
Ég færði heimspekina úr skýjunum niður á jörðina.
Þeir sem gáfu sér ekki tíma námu það ekki þá (og nema það ekki nú).

Sömu þröskuldar standa á milli mín og fjármuna.

Hann hefur sýnt okkur fram á mátt orðsins
og gagnrýnnar hugsunar.
Það er upp úr samfélagi sem snilldin sprettur;
voldugustu trén vaxa ekki á berangri
heldur þrífast þau best í hæfilega þéttum skógi.

Ráðum hann í fulla vinnu.
Heilabúið í honum er tugmilljarða virði.

Til manna á borð við okkur á ekki að gera neinar kröfur
sem gætu takmarkað hugsun okkar.
Okkur á að veita algjört frelsi,
því oft starfar heili okkar best
þegar við virðumst ekki vera að gera neitt.

Takk mæður.
Þetta mikilvæga framtak
hefur veitt körlum
hugrekki til að hefja sig
yfir löngu úreltar staðalímyndir.

Móðir Sókratesar var ljósmóðir;
þaðan hefur hann líkinguna.

Anna Björk Einarsdóttir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page