10.4.06

Ljóðaleit í Slóvakíu

Fréttaritari tregawattana brá sér til Kosice í Slóvakíu nýlega með viðkomu í London. Eðlilega urðu nokkur ljóð á vegi hans og birtast hér þau sem náðust á mynd.Á flugvellinum í Bratislava eru menn ekki að vara fólk við að ferðast með naglaklippur og vasahnífa heldur er fólki vinsamlega bent á að skilja bensínbrúsana og handsprengjurnar eftir heima. Þeir sem hafa áhuga geta nálgast segulstálið mitt á hóteli hálfan kílómeter frá flugvellinum, eigandinn er víst búinn að nota handsprengjuna.
Þessi ungi Breti var að fara að giftast og af því tilefni höfðu vinir hans ort ljóð honum til heiðurs á bolinn hans þar sem þeir létu tilfinningar sínar til brúðgumans flakka, bæði góðar og slæmar.

Menntaskólanemar voru að útskrifast í Kosice og af því tilefni héngu uppi veggspjöld í öðrum hverjum búðarglugga miðbæjarins. Engu virtist skipta hvort var um að ræða veitingastað, fatabúð eða matvörubúð – allir virtust tilbúnir að skreyta búðarglugga sína með nýútskrifuðum andlitum æskunnar. Þessi bekkur var svo elskulegur að hafa skilaboðin á ensku fyrir tungumálafátæka gesti borgarinnar, skilaboðin skemmtilega rokkuð – sparkið fortíðinni í burtu og kyssið framtíðina. Eftir nokkur ár verða þau svo flest auðvitað byrjuð að fabúlera um menntaskólaárin sem bestu ár ævinnar ...


Þegar Bill kom til Íslands fékk hann sér pylsu, í Kosice var það greinilega bjór. Sagan hefur skorið úr um hvort var hollara.
Eigandi þessa netkaffihúss hefur greinilega haft það á hreinu hverju vafasamir viðskiptavinir hans voru í raun að leita að. Á öðru slíku kaffihúsi voru tjöld notuð til þess að aðskilja kúnnana svo þeir gætu nú skoðað sinn ósóma í friði fyrir forvitnum augum.

Ljóðin fann Ásgeir H Ingólfsson

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page