29.4.06

MySpace er krípí e. K. Silem Mohammed

Og því hef ég komist að þeirri niðurstöðu að MySpace sé krípí.
Þú spyrð þig kannski hvernig ég hafi komist að þessu. Það skal ég segja þér.
Ein stelpa sem ég var að tala við reyndist vera 14 eftir að hafa sagst vera 18.
Ein stelpa sem ég var að tala við reyndist vera 15 eftir að hafa sagst vera 19.
Ef þú ferð á síðuna og það stendur að hún sé 14, vertu rólegur, við höfum ekki misst vitið.

GRRRRRRR, Hallóóóóóóó.
Ég er gluggagægir og skammast mín ekkert.
Þú sem lífvera varst sköpuð til að hljóta ást og umhyggju.
Mér fannst bara að þú ættir að vita að í dag áttu afmæli
og að MySpace er krípí.

Ég er magnaður gaur sem býr og heldur sig í Stokkhólmi, Svíþjóð.
Ég elska tónlist, ketti og ljósmyndun. Ég er áreiðanlegasta manneskja sem ég þekki.
Ég á erfitt með að taka ákvarðanir. Ég hlusta á Bob Dylan. Ég hef uppi áform um að losna við miðvesturríkjahreiminn bráðum.
Það sem ég fatta síst af öllu nokkurn tímann er NASCAR.
Ég hef ekkert á móti því að kynnast nýju fólki eða neitt en MySpace er krípí.

Að kynnast fólki í gegnum MySpace er krípí.
Ég hef komist að því að fólk sem ég hef aldrei hitt veit hver ég er.
Hvað halda þau að gerist?
MySpace er krípí og fullt af myndum þar sem allir eru með síð hár.
Meira að segja ég hef sogast inn til að búa til uppblásinn vin.
Það er þetta sem ég er að meina!

Já, MySpace er krípí þannig.
Ekki get ég ímyndað mér hvernig þeir ætla að fara að því að laga þetta.

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að MySpace sé krípí
og ég kann ekki lengur við það.
Ég ætti ekki að tíma mínum í MySpace. Ég ætti alls ekki að fara á MySpace.
Því að MySpace er krípí! MySpace gerir mig krípí.

MySpace er krípí og skrítið.
Ég skil ekki hvers vegna ég get ekki eytt því.
MySpace er skrítið þannig.

MySpace er krípí og það gerir mig dapran.

Ég hjarta hópsex. MySpace er ógeðslega krípí. Of margir karlmenn.
Kannski eru allir svona að einhverju leyti.
Flutghesticn. Ég stafsetti þetta vitlaust.
Ég ýtti á backspace takkann rétt í þessu. Það sást bara í augnablik.

K. Silem Mohammed


Þýðing: Eiríkur Örn Norðdahl

K. Silem Mohammed er einn hinna svokölluðu flarf-skálda, og ljóðið hér að ofan birtist nýlega á bloggi hans, Squirrels in my attic.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page