19.4.06

Norrænar bókmenntir

Nýhil gefur í dag út fimm nýjar bækur. Um er að ræða síðara holl í ljóðabókaseríu Nýhils, fimm ljóðabækur frá jafn mörgum nýhilistum. Ónefnd bók eftir Þórdísi Björnsdóttur, Eðalog eftir Val Brynjar Antonsson, Húðlit auðnin eftir Kristínu Eiríksdóttur, Litli kall strikes again eftir Steinar Braga og Roði eftir Ófeig Sigurðsson.

"Þá væri okkur mikil ánægja að sjá þig við opnun búðarinnar okkar næstkomandi laugardag, þar sem til sölu verða bækur Nýhils og annar varningur auk frábærs og áður óþekkts úrvals af ljóðum, innlendum og erlendum. Húsnæði verslunarinnar er að Laugavegi 59, í kjallara Kjörgarðs, inn af plötuverslun Smekkleysu. Opnunin stendur frá 16 til 18 og í boði verða léttar veitingar, ljúf skemmtiatriði og leiðinleg ræðuhöld. Búðin verður framvegis opin virka daga frá 14 til 18. Áskrifendur að Norrænum bókmenntum geta sótt eintök sín í búðina, og þeir sem það gera á laugardaginn fá safnljóðabók Nýhils Ást Æða Varps í kaupbæti. Aðrir áskrifendur fá svo seríuna senda heim. Þeir sem vilja kaupa sér áskrift að seríunni geta gert það í ljóðabókabúð Nýhils, eða með því að senda tölvupóst á nyhil@nyhil.org. Fyrri bækurnar fjórar í seríunni voru Gleði og glötun eftir Óttar Martin Norðfjörð, Rispa jeppa eftir Hauk Má Helgason, Blandarabrandarar eftir Eirík Örn Norðdahl og Gamall þrjótur, nýjir tímar eftir Örvar Þóreyjarson Smárason. Allar þessar níu bækur fást fyrir litlar 6.750 krónur. Frekari upplýsingar er að fá hjá Þór Steinarssyni, framkvæmdastjóra Nýhils (692-0979) eða Örvari Þóreyjarsyni Smárasyni, verslunarstjóra Nýhils (869-3099)", segir í tilkynningu.

Upplýsingar um skáldin:

Kristín Eiríksdóttir (1981-)


Kristín Eiríksdóttir er ljóðskáld og myndlistarmaður. Eftir hana liggur ljóðabókin Kjötbærinn, sem hún myndskreytti, og fjöldinn allur af myndlistarsýningum. Kristín hlaut fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni Eddu og Fréttablaðsins 2004.


Ófeigur Sigurðsson (1975-)Ófeigur Sigurðsson er ljóðskáld, heimspekinemi og tónlistarmaður. Eftir hann liggja ljóðabækurnar Skál fyrir skammdeginu og Handlöngun, og skáldsagan Áferð.


Valur Brynjar Antonsson (1976-)Valur Brynjar Antonsson er ljóðskáld. Hann lauk BA-prófi í heimspeki frá HÍ árið 2004. Eftir hann liggur ljóðabókin Ofurmennisþrá.


Steinar Bragi Guðmundsson (1975- )Steinar Bragi Guðmundsson skrifaði ljóðabækurnar Ljúgðu Gosi, ljúgðu, Útgönguleiðir, Svarthol og Augnkúluvökvi og skáldsögurnar Áhyggjudúkkur; Sólskinsfólkið; og Turninn.


Þórdís Björnsdóttir (1978-)


Þórdís Björnsdóttir er ljóðskáld. Eftir hana liggur ljóðabókin Ást og appelsínu, sem meðal annars var sett á svið á Akureyri. Von er á samstarfsverkefni hennar og bandaríska ljóðskáldsins Jesse Ball, Vera & Linus, síðar á árinu.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page