22.4.06

Vikk á www.ljóð.is

Í lok aprílmánaðar gaf að líta heldur óhefðbundið ljóð dagsins á ljóðavefnum www.ljod.is. Skáldið kallar sig Vikk og í ljóðinu koma fyrir nokkur misþekkt nöfn úr íslenskri ljóðamenningu. Flest viðföng ljóðmælanda eiga það sameiginlegt að hafa komið að vefnum www.ljod.is á einhverjum tíma en inn á milli koma þó fyrir nöfn sem er ansi erfitt að tengja sérstaklega við vefinn sem ljóðið dregur titill sinn af.

ljod.is

Davíð frá Fagraskógi
gengur Suðurgötuna
og hlær, það er morgunn.

Helgi og Jón Gunnar
eru líka vaknaðir.
Þeir hlæja.

Lilliendahl
krítar á
malbikið.

Halldór var að eignast barn
og Arnar hringir
heim frá Argentínu.

Kolbrá Þyri hannar
ljod.is-merkið
úti í góðaveðrinu.

Óttar Norðfjörð
þingar með
köttunum í miðbænum.

Toshiki Toma
laufgast einsog
kirsuberjatré.

Hugskot
situr á bekk
og skrifar.

Jónas í skuld
fær loksins
útborgað.

Heyrði ég í ungskáldi
ræskja sig eða var þetta
einhver að opna skúffu?


Vikk
1981-

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page