12.5.06

3 ljóð e. Hal Sirowitz

Tveir endar á ketti

Systir þín segist elska köttinn,
sagði pabbi, en það er mamma þín
sem hreinsar skálina hans & skiptir
um kattarsandinn. Hún sér um skítverkin.
Systir þín sér um skemmtilegu hlutina – hún
gefur honum að éta & klappar honum. Hún sinnir aðeins
framhlutanum á kettinum & skilur afturhlutann
eftir handa mömmu þinni. En köttur er bæði með fram-
& afturhluta. Með réttu ætti hún að hafa endaskipti &
ekki að láta mömmu þína sjá annast erfiðasta hlutann.


Yfirburðir karla

Það setur okkur skör hærra en konur,
sagði pabbi, að við erum fljótari út úr baðherberginu.
Þær fáu auka sekúndur veita okkur
mikla yfirburði. Á meðan þær
sitja ennþá á klósettinu erum við
þegar að renna upp lásnum. Við
komumst fyrr á næsta stefnumót.
Því meira sem konur nota baðherbergið
þeim mun meira safnast þessar sekúndur upp.
Sekúndur breytast í mínútur. Mínútur
breytast í klukkustundir. Ég vona að þú munir þetta
í hvert skipti sem þú ert á baðinu. Því lengur


Fjarvist ljóssins

Guð starfar með dularfullum hætti, sagði pabbi.
En hann er ekki nærri því eins dulurfullur & mamma þín.
Hann sagði: Verði ljós. Og það varð ljós.
Ég sé ekkert dularfullt við það.
Hann gerði það sem Hann sagðist ætla að gera.
Mamma þín segir: Við skulum ekki verða of sein í bíó.
Samt er hún svo lengi að klæða sig
að það borgar sig ekki að fara. Svo verður hún
æf yfir því að ég fari ekki með hana á neina staði.
Guð skapaði ljós þar sem einungis var myrkur.
Hún skapar einungis ringulreið.

Hal Sirowitz

Þýðing: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page