6.5.06

Augu elskhuga míns eru ekki eins og sólin e. Diane di Prima


Þessi augu eru rafgul, þau
hafa engan augnstein, þau eru fyllt
bláu ljósi (eldi).
Þau eru augu guðanna
augu skordýra, flakkandi
guðsmenn stjörnuþokunar, málm
vængir.
Þessi augu voru græn
kyrr, sjávargræn, eða grá
ljós þeirra
minna skilgreind. Þessi sjávargrænu
augu vefa drauma í hinu
áþreifanlega andrúmslofti. Þau eru ekki þín
eða mín. Það er sem hinir dauðu
sjái í gegnum augu þín, að aðrir hafi um stund
fengið lánaða þessa glugga, starandi.
Við erum kyrr. Það er sem að þessir gluggar
fyllast um stund með öðruvísi
ljósi.

Ekki blá, ekki rafgul. Heldur tjöldin sem dregin eru
yfir þína daglegu sjón séu dregin frá.
Hver ert þú, í raun og veru. Ég hef séð það
nógu oft, hið nakta
starandi augnráð valdsins. Við "hlöðum"
hvort annað með því / stokkið
inn án svika, við lifum í vindi
án hljóms. Hvar
erum við, raunverulega, klifrandi
hliðarnar á byggingum, til að rýna inn
eins og kóngulóarmaðurinn, í glugga
sem tilheyra ekki okkur.

Diane di Prima

Þýð. Birgitta Jónsdóttir.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta kemst sjálfsagt ekki til skila, ég geri örugglega einhverja tölvuvitleysu sem ''fokkar'' því upp.

Hef aldrei séð ljóð þín áður, vissi fyrst nýlega að þú værur skáld, jahá, eitt af þeim sem lætur bara allt vaða. Það kom mér mjög skemmtilega á óvart að sjá á þessum fáu ljóðum hér, að þú ert alvöruskáld, með mikið hugmyndaflug, mikið vald á máli, óvæntar og ''sjarmerandi'' hugrenningatengingar, óvæmið og blátt áfram, einlægt, ''þetta augljósa sem leynir á sér'', og loks skynjar maður alvöru tilfinningar, erfitt að orða það, vissa næsta smitandi frásagnargleði, hrifningu og ást osfrv. jú, það er af hinu góða. En mér finnst víða, að á bak við ''brosið'' í ljóðunum, hafirðu stundum verið með kökk í hálsinum, og það snertir mig a.m.k. dýpst. Og skapar samkennd. Er ég orðinn klisjulegur. Þá það. - Er fegurð í list áhrifamest, eða áhrifamáttur listar mestur, séu sorgarþræðir meðal glitrandi glöðu, sbr, ''silverthreads among the gold''.

Ég hygg að ''ljóðskálds-identity'' þitt verðskuldi aukna athygli meðal þeirra sem á annað borð njóta ljóða.

''Hugum að því'', eins og Þorgeir Þorgeirson, lauk gteinum sínum oft með. - NB - þessi asnalegi vélmennistexti hér er allt að því ólæsilegur.

7:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page