23.5.06

Fundið í fjörunni

Ég reikaði um netið sem rótlaust þang og fann loks í fjörunni ljóð. Reyndar er talið að um auglýsingu sé að ræða en ekki er vitað hvað er verið að auglýsa. Það er ekki ljóst, það er einhvernveginn alveg óljóst, ekki í brennidepli. Kannski eru þetta skilaboð til ökuþóra um að akstur krefjist óskiptrar athygli og að blóðið megi ekki þynna í áfengi, en hugsanlega er þetta hvatning frá samtökum atvinnurekenda: einbeitið ykkur við vinnuna, eða kannski bara áminning frá sjóntækjafræðingum - drífið ykkur endilega í skoðun. Ég held að við ættum þó fyrst og fremst að vera þakklát fyrir að þessu skemmtilega ljóði skuli hafa skolað hingað svo við getum keyrt ljóðrafalana á fullum afköstum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page