11.5.06

Kýrin e. Jacques Roubaud


Kýrin
er
dýr
sem

hefur
um
það
bil

fjóra
fætur
sem


til
jarðar.

Jacques Roubaud

Þýðing úr ensku: Ingólfur Gíslason

Þetta ljóð er eftir Jacques Roubaud, stærðfræðiprófessor og ljóðskáld, upphaflega samið á frönsku, en hér þýtt úr ensku. Í stuttri ritgerð segir höfundur frá því þegar hann ræddi ljóðið við skólabörn. Þau voru ósátt við að kýrin hefði um það bil fjóra fætur. Hann spurði þau hvort þau hefðu talið: hvort þau hefðu talið fætur allra kúa í heimi. Til að reka stælana ofan í skáldið spurðu þau kennarann sinn. Sem sagði að jú, kýrin hefði fjóra fætur. Sko! Þarna sérðu.

Jacques Roubaud er félagi í OULIPO og hér má lesa fyrirlestur hans Vörn fyrir ljóðlist 2002.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page