6.5.06

Kynvilla, fullnæging, nauðgun og fleiri performansarUm fyrsta þátt Rock Star: Supernova

Áður en lengra er haldið er rétt að svara fyrst spurningunni augljósu: Hvað í fjandanum er umfjöllun um söngvakeppni að gera á ljóðasíðu?

Jú, þegar þessar keppnir eru dæmdar þá er fyrst minnst á sönginn – skiljanlega – og persónuleikann en við og við er rætt um hvernig flytjendunum takist að túlka lögin. Sem þýðir í raun oftast þetta: hversu gott skynbragð bera flytjendur á þá ljóðlist sem sönglög eru.

That deaf, dumb and blind kid
Sure plays a mean pinball


Þetta byrjaði á kynvillu – hún
Storm Large hóf raust sína með orðunum „Ever since I was a young boy.“ Ef hún hefði leikið sér með þversögnina hefði þetta getað verið forvitnilegt, hins vegar var þetta einungis til merkis um að hún hafði aldrei hugsað um orðin, aðeins lært að syngja þau eftir minni. Kláraði sönginn svo með einkennilegu öskri sem var jafnmikið úr takt við lagið og allt annað, synd því stelpan getur alveg sungið.

And I don't want the world to see me
Cause I don't think that they'd understand
When everything's made to be broken
I just want you to know who I am


Næstur á svið var
Ryan Star með Írisi þeirra Goo Goo Dolls-manna. Hann byrjaði veikt og vann sig inn í lagið og náði salnum fullkomlega þegar hann kyrjaði „I don't want to go home right now,“ tilfinning sem ljósritaðist í flestum hinum söngvarahjörtunum. Auðvitað getur sjálfhverfan keyrt fram úr hófi og vonandi munu ekki allir syngja bænasöngva um að vera ekki sendir heim en þetta þrælvirkaði.

Mama, put my guns in the ground
I can't shoot them anymore.
That long black cloud is comin' down
I feel like I'm knockin' on heaven's door


Söng
Toby Rand. En þegar kom að þeim kafla þar sem „I feel“ var skeytt framan við titilinn þá var falsið augljóst, það var einmitt þetta sem vantaði, söngurinn var í lagi en hann hafði enga löngun til þess að banka uppá hjá almættinu og það var alltof augljóst.

When the truth is found to be lies
And all the joy within you dies

Don't you want somebody to love
Don't you need somebody to love
Wouldn't you love somebody to love
You better find somebody to love


Þennan Jefferson Airplane slagara tók
Patrice Pike. Þetta er gratt ástarlag, manískt og stúlkan skilaði því alveg hreint ágætlega en þó ekki frábærlega. En svo var röðin komin að eina Evrópubúanum ...

When i'm drivin' in my car
And that man comes on the radio
He's tellin' me more and more
About some useless information
Supposed to fire my imagination
I can't get no, oh no no no
Hey hey hey, that's what i say

I can't get no satisfaction
I can't get no satisfaction
'cause i try and i try and i try and i try
I can't get no, i can't get no


Magni. Eftirnafnið hans í hérlendum fjölmiðlum verður vafalítið Okkar á næstunni en hann er þó alls ekki minn. Þó verð ég að segja að hann stóð sig alveg ágætlega með Fullnægingu Stonesara. Hann sýndi fína dómgreind þegar hann stytti fyrsta Satisfaction í satis, það þarf jú að halda aftur af sér þegar kemur að fullnægingum. Auðvitað er Magni pirrandi en hann er pirrandi á ekki ósvipaðan hátt og Jagger, útstæð tungan hjá báðum á ágætlega við þetta lag. Eftir lagið var svo óneitanlega kómískt að sjá hann eins og óákveðin fermingardreng við hliðina á kynni kvöldsins þar sem hann reyndi að ákveða hvort hann ætti að halda almennilega utan um hana eða ekki.

how can you see into my eyes like open doors
leading you down into my core
where I’ve become so numb without a soul my spirit sleeping somewhere cold
until you find it there and lead it back home


Hvernig getum við séð í augun á henni? Hvernig, á meðan svartur maskarinn og skugginn á andlitinu huldu þau að mestu?
Zayara Alvarez frá Puerto Rico hélt keppninni áfram alþjóðlegri og stelpan sú átti svo algjörlega sviðið með langbestu frammistöðu kvöldsins til þessa, það þrátt fyrir að erfitt lagið hefði bugað röddina lítillega í lokin. Einhver dæmandinn bað hana í kjölfarið að giftast sér, slíkt er auðvitað rakinn dónaskapur enda lágmark að bíða fram á annað deit með bónorð jafnvel ef þau eru ekki ekta. En maður skildi karlangann alveg.

And this is how, you remind me
Of what I really am
This is how, you remind me
Of what I really am


"How You Remind Me" var hér sungið af
Jenny Galt. Hún náði alveg að selja mér að hún hefði samið lagið. Gítarinn hjálpaði örugglega til. En því miður var lagið bara ekki nógu gott og athyglin flökti.

She paints her eyes as black as night now
She pulls those shades down tight
Oh yeah, theres a smile when the pain comes,
The pains gonna make everything alright, alright yeah

She talks to angels,
Says they call her out by her name
Oh yeah, yeah, angels
Call her out by her name


Josh Logan virtist ætla að verða gáfumannapoppari kvöldsins. Stór og timbruð orð eins og multidimensional og reinvent voru uppistaðan í orðaforða drengsins í innslaginu áður en hann hóf söng – en þegar hann kom á svið virtist hann helst vera þroskaheftur. Máski átti það við textann, ég þurfti að gúgla honum til þess að fá staðfest að texti um andsetna eða skyggna stúlku virkaði ansi fjarlægur túlkun Logans.

look how they shine for you
look how they shine for you
look how they shine for you
look how they shine for you
look how they shine
look at the stars look how they shine for you


Matt Hoffer söng næst um ljóshærða íslenska Keflavíkurmær – eða svo hermir að minnsta kosti orðrómurinn gamli. En hann tók Yellow vel og hallaði sér sannfærandi niður að einni stúlkunni í áhorfendaskaranum til þess að eigna henni eitt „for you“. Og gott ef stráksi er ekki með bestu röddina í keppninni.

I'm so lonely, but that's okay, I shaved my head ...
And I'm not sad
And just maybe I'm to blame for all I've heard ...
But I'm not sure
I'm so excited, I can't wait to meet you there ...
But I don't care
I'm so horny, but that's okay ...
My will is good
Hey, hey hey [x6]

I like it - I'm not gonna crack
I miss you - I'm not gonna crack
I love you - I'm not gonna crack
I killed you - I'm not gonna crack


Söng hin Suður-Afríska
Dilana í Kurt Cobain stað. Í innslaginu sýndist manni þetta vera hress og lífsglöð stelpa sem hafði lifað tímana tvenna, en þegar á sviðið kom leit hún út eins og sturluð norn. Fyrst stendur hún grafkyrr – „standing still you have this intensity about you“ sagði einn dæmenda réttilega – áður en hún hoppar og skoppar um sviðið seinni hlutann, þó alltaf í sama karakter sem mann grunar þó að sé ekki hennar. Syngjandi „I'm not gonna crack“ og maður trúir henni rétt mátulega – en um leið og tónlistin þagnar hverfur nornin og hressa lífsglaða stelpan frá Jóhannesarborg mætir aftur á sviðið.

I'm the only one
Who'll drown in my desire for you
It's only fear that makes you run
The demons that you're hiding from
When all your promises are gone
I'm the only one


Dana Andrews er næst, hún er ung og veit af því – hún segir okkur að flugferðin á tökustað hafi verið hennar fyrsta flugferð. Lagið er „I'm the only one,“ það heyrist í stelpunni og hún kemur einföldum boðskap viðlagsins vel til skila – en þetta er ekki djúp speki.

Neon lights, a nobel prize
The mirror speaks, the reflection lies
You don't have to follow me
Only you can set me free
I sell the things you need to be
I'm the smiling face on your t.v.
I'm the cult of personality
I exploit you still you love me


Næsta innslag er með þeim skemmtilegri og ég byrja að halda smá með
Phil Ritchie þegar hann segir okkur að hann hafi hætt í eðlisfræði í háskóla því hann hafi ekki viljað vera tilraunarotta heldur vilji hann verða rokkstjarna. En svo kemur flutningurinn og þó hann hafi ekki beint verið slæmur þá var þetta dálítið eins og eftirminnilegasta atriðið á árshátíð eðlisfræðinema. Einn besti texti kvöldsins þó, ætti betra skilið.

I want you to come on, come on, come on, come on and take it,
Take it!
Take another little piece of my heart now, baby!
Oh, oh, break it!
Break another little bit of my heart now, darling, yeah, yeah, yeah.
Oh, oh, have a!
Have another little piece of my heart now, baby,
You know you got it if it makes you feel good,
Oh, yes indeed


Síðasta stúlkan þetta kvöldið var þversögn kvöldsins.
Jill Gioia virkar afskaplega slétt og feld stúlka við fyrstu sýn og því virkaði Janis Joplin einkennilegt val. En þegar söngurinn hefst áttar maður sig á að þetta er Janis endurfædd, máski búin að fara í nokkrar lýtaaðgerðir í eftirlífinu til að falla betur að stöðluðum fegurðarhugmyndum en röddin og sálin er enn til staðar – besti kvensöngvari kvöldsins ásamt Zayöru hinni Puerto Ríkönsku.

Roxanne, you don't have to put on the red light
Those days are over
You don't have to sell your body to the night
Roxanne, you don't have to wear that dress tonight
Walk the streets for money
You don't care if it's wrong or if it's right


Roxanne er magnað lag, en þeir sem heyrðu það í fyrsta skipti í gærkvöld eru vafalaust ósammála mér. Næstsíðastur og langverstur var
Chris Pearson. Flutningur hans á Roxanne var einfaldlega nauðgun kvöldsins, nú ríður á að upphaflegir flytjendurnir í Police standi undir nafni og vísi honum úr keppni.

Last night a little dancer came dancin' to my door
Last night a little angel came pumpin cross my floor
She said "Come on baby I got a licence for love
And if it expires pray help from above"

In the midnight hour she cried- "more, more, more"
With a rebel yell she cried- "more, more, more"
In the midniight hour babe- "more, more, more"
With a rebel yell- "more, more, more"
More, more, more.


Lukas Rossi gat ég hins vegar ekki annað en kunnað vel við, hann minnir mig svo á Mark Ruffalo. Hann öskraði Uppreisnaröskur Billy Idol og öskraði vel, söng líka þegar við átti – en samt hef ég á tilfinningunni að meira búi í strák. Á meðan má alltaf stúdera litríka hárgreiðsluna.

Ásgeir H Ingólfsson

6 Comments:

Blogger Fjölnir said...

Fjandi góður pistill Ásgeir... fjandi góður.

1:43 f.h.  
Blogger ayman gaber said...

شركة تنظيف مصانع الاحساء

10:25 e.h.  
Blogger MRWG said...


ارخص شركة تنظيف منازل بنجران
افضل شركة تنظيف منازل بنجران
شركة تنظيف منازل بنجران
شركة تنظيف منازل بمحايل عسير
شركة تنظيف منازل بابها
شركة تنظيف منازل بخميس مشيط
شركة تنظيف بسكاكا
شركة تنظيف بجازان

11:44 e.h.  
Blogger MRWG said...


شركة تنظيف بمحايل عسير
شركة تنظيف شقق بجازانافضل شركات النظافة بنجران
شركة تنظيف خزانات بخميس مشيط
شركة تنظيف خزانات بنجران
شركة تنظيف خزانات بجازان
شركة تنظيف كنب بخميس مشيط
شركة تنظيف مجالس بجازان
شركة غسيل مجالس بنجران
/>

11:49 e.h.  
Blogger MRWG said...

شركة مكافحة حشرات ببيشة
شركةى مكافحة حشرات بابها
شركة مكافحة حشرات بخميس مشيط
ارخص شركة رش مبيدات بجازان
شركة مكافحة حشرات بصبيا
شركة مكافحة حشرات بمحايل عسير

11:55 e.h.  
Blogger MRWG said...

شركة مكافحة حشرات بنجران
شركة مكافحة حشرات بجازان
شركة مكافحة حشرات بجازان
افضل شركة تنظيف موكيت بابها
افضل شركة تنظيف موكيت بنجران <br

11:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page