10.5.06

Ýlfur e. Allen Ginsberg

Eins og fram kom hér í síðustu færslu eru 50 ár síðan bókin Howl and other poems kom út hjá City Lights útgáfu Lawrence Ferlinghetti í San Francisco. Fyrir tæpum þremur árum síðan gaf Nýhil útgáfan út geisladisk með upplestri Eiríks Arnar Norðdahl á eigin þýðingu á Howl, eða Ýlfri, eins og það nefnist í þýðingunni við músíseringar frá tónlistarmanninum Gímaldin. Diskurinn nefndist Á íslensku má alltaf finna Ginsberg og var til sölu í takmörkuðu upplagi í eins og eitt misseri. Diskurinn er löngu uppseldur og hefur verið ófáanlegur í langan tíma. Tíu þúsund tregawött eru því stolt að geta boðið upp á þetta týnda verk. Verkið er í fjórum hlutum, eins og ljóðið. (Hægrismellið og veljið "save target as" til að vista)

Ýlfur - fyrsti hluti
Ýlfur - annar hluti
Ýlfur - þriðji hluti
Neðanmálsgrein við Ýlfur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page