28.5.06

Úr Húðlit auðnin e. Kristínu Eiríksdóttur

Draugalestin var eftirminnilegust, segir þú. Um opið hlykkjuðust fótleggir nakinnar konu. Húðflúrað gat á maga mannsins sem hleypti þér um borð, úr gatinu brutust örsmáar beinagrindur. Hann sagði að þú færir inn á eigin ábyrgð. Draugalestin ók þér inní draugagöngin en ekkert gerðist nema kolniðamyrkur. Þú fannst að þú ferðaðist en sást ekkert. Teiknimynd rúllaði nokkra ramma, svo ekkert. En hvar voru þessi göng spyr ég og hvernig komstu útúr þeim aftur. Þú leggur vísifingur að holdinu undir hægra auga, dregur.

Kristín Eiríksdóttir

Ljóðið er úr nýrri bók Kristínar, Húðlit auðnin, sem kom út í seríu Nýhils, Norrænar bókmenntir, fyrir fáeinum dögum. Bókina má kaupa í Ljóðabókaverzlun Nýhils, í Kjörgarði inn af Smekkleysubúðinni. Frekari upplýsingar um bókina má finna á Nýhil-vefnum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page