9.5.06

Rauðanótt másarans e. Anton Helga Jónsson (mp3)

Upplestur Antons Helga Jónssonar á ljóði sínu Rauðanótt másarans var upphaflega gefinn út á hljóðsnældunni Lystisnekkjan Gloría. Lystisnekkjan Gloría var önnur af tveimur sams konar kassettum (hin hét Fellibylurinn Gloría) sem innihéldu ljóðalestra og ljóðahljóð frá íslenskum skáldum, t.d. Jóhamar, Geirlaugi Magnússyni, Lindu Vilhjálmsdóttur, Degi Kára Péturssyni, Gyrði Elíassyni, Braga Ólafssyni, Sigfúsi Bjartmarssyni, Björk Guðmundsdóttur, Einari Má Guðmundssyni, Sjón og fleirum. Anton Helgi var á sínum tíma ábyrgur fyrir ljóðabókunum Ljóðaþýðingar úr belgísku, Dropi úr síðustu skúr og Undir regnboga. Upplesturinn má nálgast með því að smella hér (til að vista: hægrismellið og veljið "save target as"). Upplesturinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page