1.5.06

Ritstjórn

Ritstjórn Tíu þúsund tregawatta lýsir eftir hvers kyns ljóðatengdu efni og má meðal annars nefna:

1) Ný íslensk ljóð.
2) Gamlar (gleymdar) perlur.
3) Ljóðaþýðingar.
4) Viðtöl.
5) Dóma um nýjar, gamlar og erlendar ljóðabækur.
6) Greinar um ljóðlist.
7) Ábendingar að góðum greinum, ljóðum eða öðru ljóðatengdu.
8) Ljóðahljóð.
9) Myndljóð.
10) Brot úr nýjum ljóðabókum
11) Tilkynningar um ljóðatengda viðburði hvar sem er á landinu.
12) Tilkynningar um nýjar ljóðabækur.
13) Aðrar ljóðafréttir (útsölur, uppboð, andlát, fæðing, sigur, tap...)

Texti sendist á tiuthusundtregawott@gmail.com, annað hvort sem word-skjal eða texti í tölvupósti. Myndir sendist sem .jpg eða .gif og hljóð sendist sem mp3. Vakin skal athygli á að erfitt getur reynst að eiga við flóknar uppsetningar á ljóðum í html-i, nákvæma inndrætti og annað slíkt.

Þá lýsa Tregawöttin einnig eftir góðum vefsíðuhönnuð og vefplássi til að geyma stærri skjöl (eins og mp3). Þeim sem vilja taka þátt í ritstjórn er þá sömuleiðis bent á að hafa samband.

Ritstjórn skipa:

Ásgeir H. Ingólfsson
Eiríkur Örn Norðdahl
Hildur Lilliendahl
Ingi Björn Guðnason
Ingólfur Gíslason

1 Comments:

Blogger DrSiggi said...

Þetta er hið besta mál. Ansi er maður nú samt flottur að vera með fyrsta kommentið, héðan austan frá Egilsstöðum.

8:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page