16.5.06

Rod Summers á Orðið tónlist

Meðal gesta á fjölljóðahátíðinni Orðið tónlist sem haldin verður næstu helgi er breski ljóðlistamaðurinn Rod Summers. Rod verður með uppákomu á laugardagskvöldinu auk þess sem hann tekur þátt í málþinginu á sunnudeginum. Tregawöttin vilja mæla með því að ljóðelskir kynni sér verk Rods á Ubu-vefnum, þar sem finna má þónokkuð af afrakstri samstarfs hans við Jesse Glass undir heitinu THE PARADISE POLICE: nEUROGENESIS. Þá mælum við sérstaklega með ljóðverkinu For Tom (smellið til að hlusta, hægrismellið og veljið 'save target as' til að vista).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page