14.5.06

Skáldin berja frá sér - grein í Fréttablaði

Í Fréttablaðinu í dag birtist grein eftir Kristján B. Jónasson, bókmenntafræðing, sem heitir "Skáldin berja frá sér". Í greininni stiklar Kristján á stóru með það sem er að gerast hjá skáldum undir þrítugu í dag. Þar segir meðal annars: "Dagblöðin hafa opnað gáttirnar en það er ekkert mál að dreifa ljóðum í hljóðskrám hvert á land sem er, senda ljóð í síma og iPod og búa til netljóð eða þá starta ljóðtímariti. Allt kveinið um að það vanti "vettvang fyrir ljóðið" hljómar hjárænulega á gullöld bloggsins." Þá minnist Kristján meðal annars á Tregawöttin, sem hann líkir við Jacket. Hann fagnar þeim fjölbreytileika sem má sjá á ljod.is, og segir Nýhil án efa miðpunkt þeirrar gerjunar sem nú á sér stað í ljóðlistinni. Loks bendir hann á að sigurvegarar tveggja nýlegra ljóðakeppna, sigurskáldið Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir, og Eyrún Edda Hjörleifsdóttir, sigurvegari í Íslandsmeistaramóti Nýhils í ömurlegri ljóðlist, eru báðar raungreinmenntaðar. "Kannski þessar ungu konur hafi fundið réttu formúluna fyrir ljóði 21. aldarinnar?"

Grein Kristjáns má lesa í Fréttablaði dagsins á blaðsíðu 76 í pdf-skjalinu, en 28 á pappír.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page