Skrámur e. Örn Elías Guðmundsson (Mugison)
Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, sem sjálfsagt er þekktastur undir nafninu Mugison, er ekki bara einhver blaðskellandi slagarasmiður og lýrukassaapi, hann er líka ljóðskáld. Árið 1995 kom út eina bók Arnar, Glos og fiður, undir skáldanafninu Örninn. Bókin er gefin út í sjálfsútgáfu, frágengin og umbrotin af höfundinum. Sérstaklega er tekið fram fremst í bókinni að endurbirta megi alla "hugsanlega og óhugsanlega" hluti úr bókinni, með hvaða hætti sem er, án skriflegs leyfis höfundar (með þeirri undantekningu að ekki má vitna í bókina í ritdómum) og því hafa Tregawöttin ákveðið að deila eins og einu ljóði með lesendum:skrámurI (hún)auðvitaðvinir mínir spurningaleikireinsog í útvarpinukemur svariðundir lok þáttarinsen leggið samt við hlustirþví að þangað tilkoma inn á milliábendingarII (hún)viskí leg-bekkurrass brjósthaldaralausþjónustulundvopn brosuppfull af ánægjugef stunur á morgnanahlutverk tilkynningaskyldanIII (hann)ham kona nakinallt molnar í burtgrimmd glampandi augayfirferð ilmur og yndidáð við dauðans dansIV (hún)ég á mér sýn undir sæng
Refresh Page
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home