25.5.06

Tvö ljóð úr nýrri ljóðabók Þórdísar Björnsdóttur

27.

Hann sagðist hafa skorið
burt útlimi og saumað fyrir
brjóstholið með nál
til að loka fyrir allt það
sem ekki mátti gleymast

En skugginn minn og ég
fylgdumst með öllu úr fjarska
og sögðum ekki orð


28.

Líkaminn hékk bundinn
og sveiflaðist til og frá
meðan stormurinn gekk yfir
en í baksýn sást mannfuglinn
plokka af sér fjaðrir milli trjánna
meðan ormarnir skriðu innan innum götin
og grófu sig djúpt ofan í holdið

Þórdís Björnsdóttir

Ljóðin hér að ofan eru fengin úr glænýrri ljóðabók Þórdísar. Bókin er úr seríu Nýhils, Norrænar bókmenntir, og fæst í öllum helstu bókabúðum, m.a. í Ljóðabókaverzlun Nýhils í Kjörgarði. Þá má kaupa bókina, eða áskrift að seríunni, með því að senda póst á nyhil@nyhil.org. Frekar má fræðast um bókina á Nýhil-vefnum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page