15.5.06

Um Hæðir Machu Picchu

Tregawöttin vilja benda á umfjöllun Úlfhildar Dagsdóttur á bókmenntavefnum um bókina Hæðir Machu Picchu e. Pablo Neruda í þýðingu Guðrúnar H. Tulinius. Úlfhildur segir meðal annars: "Hin yfirgefna borg Inkanna, Machu Picchu, hefur löngum verið uppspretta mikilla vangaveltna og goðsagna. Yfir sögu borgarinnar hvílir dulúð, þó menningarsamfélög mið- og suður-ameríku séu í auknum mæli að ljúkast upp. Neruda reynir að fanga þessa dulúð í ljóðabálki sínum en á köflum finnst mér hann tapa sér um of í torræðri þoku heimspekilegra vangaveltna. Tærustu hlutar ljóðsins eru þeir sem lýsa sjálfri borginni, og þá sérstaklega í fyrrnefndum þulu-köflum, þar náði ljóðið að hreyfa við mér og gefa mér einhverja innsýn í þann hrifheim sem skáldið reynir að skapa." Umfjöllunina má lesa með því að smella hér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page