23.5.06

Um Reykjavík - framtíðin er hér e. Hallgrím Helgason

Í velferðarþjóðfélaginu er ekkert plebbalegra en kosningabaráttur. Smákóngar berja aldrei jafn fast á brjóst sér, jafn sjálfbirgingsklikkaðir, og vikuna fyrir kosningar. Þetta eru dagar hinna innantómu hugmynda – „ertu með?“ og „allir með!“ – athafnastjórnmál og umræðustjórnmál. „Það er kosið um skipulagsmálin“ - „það er kosið um atvinnumálin“ – blaðamenn og atvinnuálitsgjafar endurtaka sama pípið og þeir píptu fyrir síðustu kosningar. Og í miðju kraðakinu var ég staddur á lítilli pizzabúllu í Reykjavík, hvar ég var að vinna mitt daglega góðverk (sem að þessu sinni var að fæða fátækling) þegar ég rakst á Samfylkingarblaðið. Þar kenndi auðvitað fárra forvitnilegra grasa – en þó var blaðið ekki algerlega tómt. Í blaðinu mátti nefnilega finna ljóðið „Reykjavík – framtíðin er hér“ eftir Hallgrím Helgason, miðborgarskáldið sjálft, manninn á bak við póstnúmerið. Hallgrímur hefur oft á tíðum gert áhugaverða hluti á ljóðsviðinu - og honum til hróss má meðal annars nefna frjálsa þýðingu á Pulse of the rhyme eftir ICE-T, undir heitinu Með rími ég rek þig á hol – en ég get samt ekki með góðu móti viðurkennt að það hafi komið mér á óvart að hann gæti ort vond ljóð. Ljóðmæli hans eru af mistækasta tagi. En þetta tiltekna ljóð var engu að síður sjokkerandi heimskuleg hrákasmíð.

Meira hér...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page