5.6.06

10000 W e. Ísak Harðarson

Bera heil-
brigður á annan heim,
drauma, órökstudd orð,
útfélagsbláar þrár og
hverskyns

óflokkaða,
huglæga viðleitni en
beina röntgenaugunum
að n fínni, nákvæmari
greiningu

rammaðrar,
efnislegrar hegðunar,
með sérhæfðar túngur
og spjótsorfna hugsun
að vopnum

án afláts
og vita meira og meira,
meira í dag en í gær,
svo að ekkert er nýtt
undir sól

n
e
m
a

ég?

Ísak Harðarson

Ljóðið er að finna í bókinni Veggfóðraður óendanleiki frá 1986.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page