Gegn túlkun
Athygli skal vakin á grein Ingunnar Snædal í Morgunblaðinu í dag, Samræmd vitleysa í íslensku. Hvenær á að hætta að bjóða upp á þá vanvirðu að biðja unglinga að túlka ljóð með krossaspurningum, spyr Ingunn. Tregawöttin taka undir og brugðu sér reyndar á vef Námsmatsstofnunnar og fundu dæmi af nýloknu samræmdu prófi 10. bekkjar. Þetta er annað erindi kvæðisins Vorljóð á ýli eftir Jakobínu Sigurðardóttur:

Hvert er nú rétta svarið? Það er erfitt að horfa upp á slíka skemmdarstarfsemi á ungu fólki og ljóðlífi í landinu. Ekki er nóg með að hvergi sé metið frumkvæði, sjálfstæð og gagnrýnin hugsun, sköpunargleði og ímyndunarafl, hvergi reynt á rannsóknarvinnu, framsetningu hugmynda og rökstuðning. Það er ekki einu sinni hægt að hægt að búa til spurningar sem hægt er að svara segir Ingunn.

Hvert er nú rétta svarið? Það er erfitt að horfa upp á slíka skemmdarstarfsemi á ungu fólki og ljóðlífi í landinu. Ekki er nóg með að hvergi sé metið frumkvæði, sjálfstæð og gagnrýnin hugsun, sköpunargleði og ímyndunarafl, hvergi reynt á rannsóknarvinnu, framsetningu hugmynda og rökstuðning. Það er ekki einu sinni hægt að hægt að búa til spurningar sem hægt er að svara segir Ingunn.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home