12.6.06

Hin hlið tungumálsins - Norræn ljóðaantólógía

Út er komið tímaritið The Other Side of Landscape: An Anthology of Contemporary Nordic Poetry, en þetta er safnrit um norræna ljóðlist sem gefið er út af Slope Editions í Bandaríkjunum. Ljóð eru í ritinu m.a. eftir íslensku skáldin Sigurbjörgu Þrastardóttur og Diddu. Frá Danmörku eru það Morten Söndergaard, Pia Juul, Nicolaj Stockholm og Lars Skinnebach, finnsku skáldin eru Jyrki Kiiskinen, Helena Sinervo, Anni Sumari og Markku Paasonen, frá Svíþjóð eru Håkan Sandell, Lars Mikael Raattamaa, Jörgen Lind og Pär Hansson og frá Noregi Tone Hödnebö, Morten Öen og Pedro Carmona-Alvarez. Ekki er að sjá að nokkur færeysk eða grænlensk skáld séu í ritinu. Frekar má fræðast um ritið í fréttatilkynningu frá Slope Editions. Þess má svo geta að þær stöllur Sigurbjörg og Didda er báðar útgefnar hjá sama forlaginu, JPV.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page