23.6.06

Hve gamall varð hann Adam? (aldrei hugsa, aldrei)

Furðu sætir hve lífsseigir sumir af frumfeðrum mannkyns urðu. Metúsalem varð til að mynda nærri 1000 ára eða nánar tiltekið 969 ára, Adam 930, Set 912, Enos 905 o.s.frv. Þetta olli vísum mönnum hugarangri alveg þangað til þeir urðu enn vísari og uppgötvuðu að á elstu tímum gamlatestamentisins voru ár ekki 365 dagar eins og nú. Nei á dögum þessara merku manna var tíminn talin í tunglmánuðum og var þá hver tunglmánuður 30 dagar og talinn sem eitt ár og viti menn, Metúsalem varð ekki nema 78 ára og 9 mánaða. Áhugasamir geta svo dundað sér við að reikna aldur þeirra Adams, Sets, Enosar o.s.frv., hafi þeir nennu til.

Meira hér...

1 Comments:

Blogger Rabbar said...

Hverslags rugl er þetta...
Aldurinn ákvarðast af syndum. Adam var syndlaus áður en þau Eva átu af Skilningstrénu og hefðu því lifað endalaust en af því að þau átu af trénu þá fór klukkan að tikka.
Tíminn er tálsýn hugans. Engin synd, enginn tími.

1:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page