27.6.06

Nykur rís upp

Ljóðabókaforlagið Nykur blæs nú til leiks á ný, en lítið hefur heyrst til útgáfunnar frá árinu 2003, en þá höfðu komið út einar 13 bækur frá árinu 1995. Í tilkynningu frá Nykri segir m.a.: „Nú, þremur árum síðar, hefur stokkast upp og fjölgað í mannafla Nykurs. Yngri skáld hafa bæst í hópinn og flóran orðin meiri. Í kvöld mun Nykurinn koma aftur upp á yfirborðið, tvíefldur og með ferskan blæ. Frá og með þessum tímapunkti mun Nykur verða nýtt skálda- og bókmenntaafl á Íslandi.“ Þá kemur fram að von sé á bókum frá útgáfunni nú í haust.

Á svonefndu upprisukvöldi Nykurs, sem fer fram annað kvöld á Café Rosenberg, munu Nykurskáld lesa upp úr bókum sínum auk þess sem farið verður yfir sögu Nykurs og framtíð hans rædd.

Smellið á auglýsinguna til að sjá betur hvað verður í boði á glæsilegu upprisukvöldi Nykurs.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page