8.6.06

The Rev. Hell Gets Confused e. Richard Hell

Pönktónlistarmaðurinn Richard Hell, sem gerði garðinn líklega frægastan með sveitinni the Voidoids (en titillag frægustu plötu Voidoids, The Blank Generation, er endurgerð lagsins Beat Generation eftir Rod McKuen), auk þess að leika með goðsögnunum í Television, gerði fleira en að lýrukassaapast um sína daga. Richard Hell orti nefnilega ljóð af fjölkynngi og makt, og gaf út fjöldann allan af bókum, enda var helsta pönk-ídol Hells enginn annar en Arthur Rimbaud (en þess má geta að, ef maður trúir Wikipediu, þá er almennt talið að Malcolm McClaren og Sex Pistols hafi stolið pönk-lúkkinu af Hell, sem á að hafa stolið því frá Rimbaud). Tregawöttin mæla, að minnsta kosti tíu þúsund, með upplestri Hells á ljóðinu The Rev. Hell Gets Confused sem má finna á UBU-vefnum. Smellið hér til að hlusta (hægrismellið og veljið 'save target as' til að vista). Þeim sem vilja fræðast meira um Hell er bent á www.richardhell.com.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page