13.6.06

Skilti leitar áletrunar

Nú gefst ykkur færi á að hljóta aðdáun og komast til virðingar! Tregawöttin kynna stórskemmtilega samkeppni um að ljúka við þetta fallega ljóð, sem sagt: hvað á að standa á skiltinu? Hver veit nema að eitthvað fallegt komi út úr þessu, kannski gegnumbrot skáldsnillings á fermingaraldri eða síðasta púðurkelling úr hendi fyrrverandi byltingarskálds. Segjum að skila beri inn lausn á dæminu í tölvupósti fyrir þjóðhátíð sem verður, ef ekki verða heimsslit, laugardaginn 17 júní. Sigurvegari hlýtur sumarlanga frægð hið minnsta. Ó já, póstfangið er tiuthusundtregawott@gmail.com

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Refresh Page